„Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 21:48 Óskar hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn á Fram í dag Vísir/Vilhelm „Ég er mjög sáttur. Við vissum það að það væri erfitt verkefni að koma hérna og fara með þrjú stig héðan. Það er mjög gott og við erum á góðu skriði. Þeir eru auðvitað ósigraðir síðan að þeir komu hingað í Úlfarsárdal, þennan glæsilega heimavöll, þannig að ég er bara ánægður,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á Fram í kvöld. „Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira
„Mér fannst frá fyrstu mínútu, við hafa góða stjórn á leiknum, bæði varnarlega og sóknarlega, við gáfum fá færi á okkur. Það vantaði kannski í fyrri hálfleik aðeins upp á gæðin síðasta þriðjunginn, síðasta sendingin og einhvernvegin síðasta skotið, það vantaði aðeins upp á það. Mér fannst þetta öguð og góð frammistaða og ég held að það hafi skilað þessu.“ Það vantaði fjóra lykilleikmenn hjá Breiðabliki í dag en þeir Damir Muminovic, Dagur Dan Þórhallsson og Gísli Eyjólfsson voru í banni en einnig vantaði Kristinn Steindórsson. Það kom ekki að sök og sagði Óskar það mikilvægt að það komi maður í manns stað og nái að koma með sitt framlag inn í hópinn. „Í þessum hóp kemur maður í manns stað og ég var mjög sáttur við framlagið hjá öllum. Við fáum Ísak Snæ inn og Sölvi Snær kemur inn og skorar fyrra markið. Mikkel Qvist skiptir við Elfar í hálfleik. Það eru allir að koma með sitt að borðinu og það er gríðarlega mikilvægt. Það er búið að vera mikið um leiki og það er mikilvægt að sem flestir nái einhvernvegin að koma með sitt inn í liðið og inn í hópinn. Mér finnst það svo sannarlega hafa verið raunin að undanförnu. Svo fáum við þá inn, Damir, Dag, Gísla og Kidda Steindórs í næsta leik, að vísu missum við Viktorana tvo, Viktor Örn og Viktor Karl í bann en þetta jafnast einhvernvegin út. Svona verður þetta þangað til að mótinu líkur, þetta er langt mót og menn munu fara í bann og menn munu meiðast og þá reynir á hópinn. Þá þurfa menn að taka við keflinu.“ Óskar vill að strákarnir komi sér niður á jörðina fyrir leikinn á móti Leikni og hafi hjartað á réttum stað. „Ég vil að þeir komi sér niður á jörðina og undirbúi sig fyrir erfiðan leik á móti Leikni sem að ég held að hafi unnið góðan sigur á KR í kvöld. Það verður mjög erfiður leikur eins og allir leikir eru og það þarf að sjá til þess að spennustigið sé rétt og hausinn hreinn og hjartað á réttum stað, þá verðum við bara fínir.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Fram-Breiðablik 0-2| Blikar fyrsti til að vinna Framara í Úlfarsárdal Fram tók á móti Breiðablik í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Fram hafði ekki fyrir leikinn tapað leik á nýjum heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, tókst hinsvegar að breyta því og vann 2-0. 22. ágúst 2022 21:15