Sýkt vatn á hóteli eyðileggur fyrir íslenska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 13:00 Íslenska landsliðið spilaði í Tékklandi fyrir komuna til Svartfjallalands en tapaði þar 3-0. BLÍ „Við náum alveg í lið, en þjálfarinn okkar bað okkur um að láta vita ef við sæjum ekki fram á að geta klárað leikinn,“ segir Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki. Matareitrun hefur herjað á liðið fyrir leikinn gegn heimakonum í Svartfjallalandi í dag. Thelma segir að líklega megi rekja veikindin til þess að sýktu kranavatni hafi verið tappað á flöskur sem landsliðið fékk á veitingastað hótelsins sem það dvelur á. Leikurinn í dag er í undankeppni EM og það er í höndum gestgjafa hverju sinni að sjá til þess að gestaliðið fái góða gistiaðstöðu og fæði. Thelma segir að hótelið sem íslenska liðið dvelji á standist hins vegar engan veginn kröfur og bendir á að svartfellska liðið sé á fínna hóteli ásamt dómurum og fleirum sem að leiknum komi. Gestgjafar eigi einnig að útvega fararstjóra sem hafi hins vegar hvergi sést í Svartfjallalandi. Heimaliðið fari því ekki eftir þeim kröfum sem gerðar séu: „Bara alls ekki,“ segir Thelma, og bætir við að til dæmis hafi íslenska liðið átt að fá nestispakka fyrir leikinn í dag en hótelið aðeins getað útvegað kökur, ávexti og te. Aðeins fimm í íslenska hópnum hafa alveg sloppið við matareitrun hingað til, að sögn Thelmu, en ástandið á hópnum hefur þó skánað. Gátu ekki klárað æfingu í gær „Þetta leit ágætlega út í morgun, það voru alla vega allar mættar í morgunmat, en svo misstum við aðstoðarþjálfarann út [með matareitrun] þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Sumar gátu ekki klárað æfinguna í gærmorgun vegna svima og næringarskorts. Svo misstum við reyndar líka einn af lykilmönnum okkar [Maríu Rún Karlsdóttir] út í lok æfingar vegna meiðsla,“ segir Thelma. „Við erum búnar að lenda í ansi miklu veseni með þetta hótel. Ekki bara varðandi þetta með vatnið. Það er líka búið að láta okkur ítrekað flakka á milli herbergja hérna,“ segir Thelma en matareitrunin er þó versta dæmið: Uppgötvuðu sjálfar að sennilega væri vatninu um að kenna „Við uppgötvuðum það í fyrradag að sennilega væri þetta út af vatninu á veitingastaðnum hér á hótelinu. Þá sáum við að flöskurnar sem við fengum í matnum voru ekki lokaðar, og það var mismikið í þeim. Við erum með eina í liðinu sem talar tungumálið hérna og hótelstarfsfólkið reyndi að herja á hana og sannfæra um að þetta væri bara vatn úr búðinni, en það er bara ekki satt. Þetta byrjaði á einni stelpu í liðinu sem svaf bara ekkert alla nóttina, með „upp og niður“. Næsta fékk svo í magann í morgunmatnum og svo veiktust fleiri koll af kolli. Og þetta er enn að gerast því aðstoðarþjálfarinn veiktist í morgun. Við fimm sem höfum hingað til sloppið erum mjög stressuð fyrir heimferðinni í nótt,“ segir Thelma. „Það sem við huggum okkur við er að það er alls engin pressa fyrir leikinn í dag. Við getum ekki gert neitt annað en okkar besta. En þetta er mjög svekkjandi því þetta er liðið sem við eigum góðan séns á móti,“ segir Thelma en íslenska liðið ferðast svo til Finnlands og fær vonandi betri móttökur þar. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á eurovolley.tv. Blak Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Thelma segir að líklega megi rekja veikindin til þess að sýktu kranavatni hafi verið tappað á flöskur sem landsliðið fékk á veitingastað hótelsins sem það dvelur á. Leikurinn í dag er í undankeppni EM og það er í höndum gestgjafa hverju sinni að sjá til þess að gestaliðið fái góða gistiaðstöðu og fæði. Thelma segir að hótelið sem íslenska liðið dvelji á standist hins vegar engan veginn kröfur og bendir á að svartfellska liðið sé á fínna hóteli ásamt dómurum og fleirum sem að leiknum komi. Gestgjafar eigi einnig að útvega fararstjóra sem hafi hins vegar hvergi sést í Svartfjallalandi. Heimaliðið fari því ekki eftir þeim kröfum sem gerðar séu: „Bara alls ekki,“ segir Thelma, og bætir við að til dæmis hafi íslenska liðið átt að fá nestispakka fyrir leikinn í dag en hótelið aðeins getað útvegað kökur, ávexti og te. Aðeins fimm í íslenska hópnum hafa alveg sloppið við matareitrun hingað til, að sögn Thelmu, en ástandið á hópnum hefur þó skánað. Gátu ekki klárað æfingu í gær „Þetta leit ágætlega út í morgun, það voru alla vega allar mættar í morgunmat, en svo misstum við aðstoðarþjálfarann út [með matareitrun] þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Sumar gátu ekki klárað æfinguna í gærmorgun vegna svima og næringarskorts. Svo misstum við reyndar líka einn af lykilmönnum okkar [Maríu Rún Karlsdóttir] út í lok æfingar vegna meiðsla,“ segir Thelma. „Við erum búnar að lenda í ansi miklu veseni með þetta hótel. Ekki bara varðandi þetta með vatnið. Það er líka búið að láta okkur ítrekað flakka á milli herbergja hérna,“ segir Thelma en matareitrunin er þó versta dæmið: Uppgötvuðu sjálfar að sennilega væri vatninu um að kenna „Við uppgötvuðum það í fyrradag að sennilega væri þetta út af vatninu á veitingastaðnum hér á hótelinu. Þá sáum við að flöskurnar sem við fengum í matnum voru ekki lokaðar, og það var mismikið í þeim. Við erum með eina í liðinu sem talar tungumálið hérna og hótelstarfsfólkið reyndi að herja á hana og sannfæra um að þetta væri bara vatn úr búðinni, en það er bara ekki satt. Þetta byrjaði á einni stelpu í liðinu sem svaf bara ekkert alla nóttina, með „upp og niður“. Næsta fékk svo í magann í morgunmatnum og svo veiktust fleiri koll af kolli. Og þetta er enn að gerast því aðstoðarþjálfarinn veiktist í morgun. Við fimm sem höfum hingað til sloppið erum mjög stressuð fyrir heimferðinni í nótt,“ segir Thelma. „Það sem við huggum okkur við er að það er alls engin pressa fyrir leikinn í dag. Við getum ekki gert neitt annað en okkar besta. En þetta er mjög svekkjandi því þetta er liðið sem við eigum góðan séns á móti,“ segir Thelma en íslenska liðið ferðast svo til Finnlands og fær vonandi betri móttökur þar. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á eurovolley.tv.
Blak Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira