Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrirliði liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 17:01 Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni gegn Manchester United á síðustu leiktíð. Næst þegar liðin mætast verður Dagný með fyrirliðabandið. Charlotte Tattersall/Getty Images „Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. West Ham tilkynnti á þriðjudag að íslenska landsliðskonan yrði fyrirliði liðsins og skömmu síðar var viðtal við hana birt á samfélagsmiðlum liðsins. „Sem West Ham stuðningsmaður þá er ljóst að það er draumur að rætast. Sem lítil stelpa datt mér aldrei í hug að ég myndi spila fyrir félagið. Að vera orðinn fyrirliði núna, þetta er smá eins og ótrúlegur draumur.“ „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði aðeins annar fyrirliði í sögu félagsins. Gilly (Flaherty) var augljóslega frábær fyrirliði og ég held það verði erfitt að fylla skarð hennar. Ég naut þeirra forréttinda að spila með og læra af henni undanfarið eitt og hálft ár, ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég mun einnig reyna að vera ég sjálf, vera sá leiðtogi sem ég hef verið og taka næsta skref.“ „Ég er mjög spennt fyrir því að taka aukna ábyrgð í liðinu, tel það henta mínum persónulega og einkennum. Ég held að það auki pressuna á mér sjálfri í að taka meiri ábyrgð, ég tel mig góða í því og mögulega nær persónuleiki minn að skína betur í gegn þökk sé því.“ "As a West Ham fan it's a dream come true!" @dagnybrynjars is looking forward to taking on the captaincy this season! pic.twitter.com/4dJQV4SGYM— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022 „Nei mér datt aldrei í hug að ég myndi spila fyrir West Ham þegar ég var lítil, hvað þá að ég yrði fyrirliði. Mig dreymdi ekki einu sinni um að spila á Englandi því það var ekki möguleiki þegar ég var að alast upp. Ég held að í dag geti ég sagt við ungar stelpur að hafa trú á því sem þær eru að gera og vera með stóra drauma því maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Dagný hefur verið mikið í sviðsljósinu til þessa í sumar en stutt er síðan tilkynnt var að hún mundi leika í treyju númer 10 á komandi leiktíð. Nú er ljóst að hún mun einnig bera fyrirliðabandið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
West Ham tilkynnti á þriðjudag að íslenska landsliðskonan yrði fyrirliði liðsins og skömmu síðar var viðtal við hana birt á samfélagsmiðlum liðsins. „Sem West Ham stuðningsmaður þá er ljóst að það er draumur að rætast. Sem lítil stelpa datt mér aldrei í hug að ég myndi spila fyrir félagið. Að vera orðinn fyrirliði núna, þetta er smá eins og ótrúlegur draumur.“ „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði aðeins annar fyrirliði í sögu félagsins. Gilly (Flaherty) var augljóslega frábær fyrirliði og ég held það verði erfitt að fylla skarð hennar. Ég naut þeirra forréttinda að spila með og læra af henni undanfarið eitt og hálft ár, ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég mun einnig reyna að vera ég sjálf, vera sá leiðtogi sem ég hef verið og taka næsta skref.“ „Ég er mjög spennt fyrir því að taka aukna ábyrgð í liðinu, tel það henta mínum persónulega og einkennum. Ég held að það auki pressuna á mér sjálfri í að taka meiri ábyrgð, ég tel mig góða í því og mögulega nær persónuleiki minn að skína betur í gegn þökk sé því.“ "As a West Ham fan it's a dream come true!" @dagnybrynjars is looking forward to taking on the captaincy this season! pic.twitter.com/4dJQV4SGYM— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022 „Nei mér datt aldrei í hug að ég myndi spila fyrir West Ham þegar ég var lítil, hvað þá að ég yrði fyrirliði. Mig dreymdi ekki einu sinni um að spila á Englandi því það var ekki möguleiki þegar ég var að alast upp. Ég held að í dag geti ég sagt við ungar stelpur að hafa trú á því sem þær eru að gera og vera með stóra drauma því maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Dagný hefur verið mikið í sviðsljósinu til þessa í sumar en stutt er síðan tilkynnt var að hún mundi leika í treyju númer 10 á komandi leiktíð. Nú er ljóst að hún mun einnig bera fyrirliðabandið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31