„Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. ágúst 2022 18:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri fóru yfir þá stöðu sem uppi er á fundi í Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/Arnar Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í dag um 75 punkta en þeir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er í áttunda sinn í röð sem stýrivextirnir eru hækkaðir, nú úr 4,75% í 5,5%. Verðbólga mældist 9,9% í júní en bankinn gerir ráð fyrir að hún verði 11% síðar á árinu. „Það gengur mun betur í hagkerfinu heldur en við höfðum búist við. Íslandi gengur mun betur en það líka þýðir það að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um ástæður stýrivaxtahækkunarinnar nú. Reiknað er með 6% hagvexti í ár, sem er 1,3% meira en var gert ráð fyrir í maí. Seðlabankinn telur að grípa þurfi í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu. Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Mikilvægt sé að stjórnvöld stefni í sömu átt. „Taki niður hallann á ríkissjóði og vera ekki að eyða peningum.“ Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði en fram undan eru kjaraviðræður. „Verðbólga svona litið til lengri tíma veltur mjög mikið á því hvernig verður samið.“ Langtímakjarasamning líkt og lífskjarasamningurinn sé góð forskrift fyrir komandi kjaraviðræður „Þar sem er horft á allan samninginn í heild sinni. Ekki einhverja sex mánuði í einu. Mögulega það að það verði þá skilningur á því að við verðum að ná niður verðbólgu á fyrri hluta samningsins og það verði þá ábati sem að verði á seinni hluta samningsins. Eins og síðasti samningur var sem er reyndar bara mjög vel heppnaður.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í dag um 75 punkta en þeir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er í áttunda sinn í röð sem stýrivextirnir eru hækkaðir, nú úr 4,75% í 5,5%. Verðbólga mældist 9,9% í júní en bankinn gerir ráð fyrir að hún verði 11% síðar á árinu. „Það gengur mun betur í hagkerfinu heldur en við höfðum búist við. Íslandi gengur mun betur en það líka þýðir það að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um ástæður stýrivaxtahækkunarinnar nú. Reiknað er með 6% hagvexti í ár, sem er 1,3% meira en var gert ráð fyrir í maí. Seðlabankinn telur að grípa þurfi í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu. Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Mikilvægt sé að stjórnvöld stefni í sömu átt. „Taki niður hallann á ríkissjóði og vera ekki að eyða peningum.“ Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði en fram undan eru kjaraviðræður. „Verðbólga svona litið til lengri tíma veltur mjög mikið á því hvernig verður samið.“ Langtímakjarasamning líkt og lífskjarasamningurinn sé góð forskrift fyrir komandi kjaraviðræður „Þar sem er horft á allan samninginn í heild sinni. Ekki einhverja sex mánuði í einu. Mögulega það að það verði þá skilningur á því að við verðum að ná niður verðbólgu á fyrri hluta samningsins og það verði þá ábati sem að verði á seinni hluta samningsins. Eins og síðasti samningur var sem er reyndar bara mjög vel heppnaður.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30