Ótækt að samrunaaðilar veiti vísvitandi rangar upplýsingar án afleiðinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 17:14 Guðmundur Björgvin Helgason var kosinn ríkisendurskoðandi af Alþingi í sumar. Ríkisendurskoðun birti í dag skýrslu um Samkeppniseftirlitið að beiðni þingmanna sem telja samrunaferli of hægt. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur lokið úttekt á Samkeppniseftirlitinu og lagt fram tillögur til úrbóta. Meðal þess sem embættið vill að SKE skoði ítarlega eru möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf. Einnig þurfi að meta framkvæmd samrunagjalds og fylgjast betur með áhrifum samrunaskilyrða. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni. Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í dag og ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Í átta liðum eru lagðar tillögur að úrbótum hjá stofnuninni en skýrslan var unnin að beiðni þingmanna Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í maí í fyrra. Ástæða beiðninnar var gagnrýni atvinnulífsins á lengd ferlisins í samrunamálum sem séu mun skilvirkari á vettvangi ESB og í Noregi. Varðandi lengd málsmeðferðar telur Ríkisendurskoðun að hún sé í eðlilegu horfi og ekki séð að málsmeðferðartími sé óeðlilega langur. Hins vegar eru ýmsar úrbætur lagðar til sem lesa má í útdrætti skýrslunnar. Embættið segir Samkeppniseftirlitið þurfa að taka möguleg brot samrunaaðila við upplýsingagjöf í samrunatilkynningum til ítarlegrar skoðunar. „Ótækt sé að samrunaaðilar geti sent vísvitandi villandi eða rangar samrunaupplýsingar án afleiðinga. Stofnunin þarf að bregðast við af festu og taka af allan vafa um að stjórnvaldssektum verði beitt við vísvitandi villandi eða rangri upplýsingagjöf.“ Auk tillögu um betra skipulag og skoðun á upplýsingagjöf í samrunatilkynningum leggur embættið til að menningar- og viðskiptaráðuneyti meti framkvæmd samrunagjalds sem samþykkt var með lögum árið 2020. Taka þurfi til skoðunar hvort innleiða þurfi frekari þrepaskiptingu gjaldsins, binda það við tiltekið hlutfall af veltu samrunaaðila eða hvort aðrar leiðir séu færar í því skyni að innheimt samrunagjald sé í samræmi við umfang viðkomandi máls. Einnig þurfi að skýra heimild til skipunar eftirlitsaðila og útfæra nánar verklagsreglur um störf þeirra. „Í ljósi þeirrar rúmu lagaheimildar sem skipun eftirlitsaðila byggir á myndi það vera til þess fallið að styrkja framkvæmdina,“ segir í skýrslunni sem má lesa nánar um á vef Ríkisendurskoðunar. SKE hefur einnig brugðist við skýrslunni á síðu sinni.
Samkeppnismál Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent