Ákvað að vera áfram hjá Frankfurt og Man Utd snýr sér að varavaramarkverði Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 14:01 Martin Dúbravka gæti verið á leið til Manchester United. EPA-EFE/NEIL HALL Leit enska knattspyrnuliðsins Manchester United að samkeppni fyrir David De Gea, aðalmarkvörð liðsins, gengur vægast sagt brösuglega. Martin Dúbravka er næsta skotmark eftir að Kevin Trapp ákvað að vera áfram hjá Eintracht Frankfurt. Ef þú ert yfir þrítugt og hefur sett á þig markmannshanska er líklegt að Man United hafi áhuga á því að fá þig í sínar raðir. Síðan Dean Henderson var lánaður til nýliða Nottingham Forest hefur Man Utd leitað að markverði til að veita De Gea. Það er greinilegt að hinn 36 ára gamli Tom Heaton er aðallega séður sem þriðji markvörður. Eftir að íhuga Yann Sommer, aðalmarkvörð Gladbach og Sviss, var ákveðið að athuga hvort Þjóðverjinn Kevin Trapp vildi koma. Sá ákvað að afþakka pent enda aðeins 32 ára gamall og ekki tilbúinn að verða varaskeifa. Eintracht Frankfurt goalkeeper Kevin Trapp has confirmed that he rejected an offer from Manchester United to remain at his current club. #MUFC pic.twitter.com/raGSolbjcq— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 25, 2022 Ákváð Man United þá að snúa sér að manni með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stórmótum en hinn 33 ára gamli Dúbravka varði mark Slóvakíu á Evrópumótinu sumarið 2021. Hann hefur spilað á Englandi síðan 2018 en hann gekk upphaflega í raðir Newcastle United á láni áður en félagið ákvað að festa kaup á honum. Síðan þá hefur hann spilað alls 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en undanfarin tvö tímabil hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann hóf síðasta tímabil sem aðalmarkvörður en missti svo sætið þegar leið á tímabilið. Í sumar keypti Newcastle enska markvörðinn Nick Pope frá Burnley og ljóst var að dagar Dúbravka sem aðalmarkvarðar voru taldir. Hann hefur verið á bekknum í öllum þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en var hvergi sjáanlegur er liðið vann Tranmere Rovers í deildarbikarnum á miðvikudag. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að Dúbravka hefði verið veikur og ekki leikfær. The Athletic hefur staðfest að Man United hafi beðið Newcastle um að fá Dúbravka á láni en ekki kemur fram hvort Newcastle hafi svarað boðinu. Manchester United have made a loan offer for Newcastle United goalkeeper Martin Dubravka.More from @David_Ornstein https://t.co/AecRVFcZlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Erik Ten Hag er enn á höttunum á eftir leikmönnum og er Antony, vængmaður Ajax, þar efstu á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Cody Gakpo, leikmanni PSV, og svo virðist sem Marco Asensio gæti farið á Old Trafford ef marka á fréttaflutning dagsins. Manchester United will offer $30M for Real Madrid's Marco Asensio, reports @Santos_Relevo pic.twitter.com/D1Ko3ET2Z9— B/R Football (@brfootball) August 25, 2022 Það er allavega ljóst að það á mikið eftir að gerast á skrifstofu Man United næstu daga og vonandi er kaffivélin í lagi þar sem það verður eflaust lítið sofið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Ef þú ert yfir þrítugt og hefur sett á þig markmannshanska er líklegt að Man United hafi áhuga á því að fá þig í sínar raðir. Síðan Dean Henderson var lánaður til nýliða Nottingham Forest hefur Man Utd leitað að markverði til að veita De Gea. Það er greinilegt að hinn 36 ára gamli Tom Heaton er aðallega séður sem þriðji markvörður. Eftir að íhuga Yann Sommer, aðalmarkvörð Gladbach og Sviss, var ákveðið að athuga hvort Þjóðverjinn Kevin Trapp vildi koma. Sá ákvað að afþakka pent enda aðeins 32 ára gamall og ekki tilbúinn að verða varaskeifa. Eintracht Frankfurt goalkeeper Kevin Trapp has confirmed that he rejected an offer from Manchester United to remain at his current club. #MUFC pic.twitter.com/raGSolbjcq— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 25, 2022 Ákváð Man United þá að snúa sér að manni með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stórmótum en hinn 33 ára gamli Dúbravka varði mark Slóvakíu á Evrópumótinu sumarið 2021. Hann hefur spilað á Englandi síðan 2018 en hann gekk upphaflega í raðir Newcastle United á láni áður en félagið ákvað að festa kaup á honum. Síðan þá hefur hann spilað alls 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en undanfarin tvö tímabil hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann hóf síðasta tímabil sem aðalmarkvörður en missti svo sætið þegar leið á tímabilið. Í sumar keypti Newcastle enska markvörðinn Nick Pope frá Burnley og ljóst var að dagar Dúbravka sem aðalmarkvarðar voru taldir. Hann hefur verið á bekknum í öllum þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en var hvergi sjáanlegur er liðið vann Tranmere Rovers í deildarbikarnum á miðvikudag. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að Dúbravka hefði verið veikur og ekki leikfær. The Athletic hefur staðfest að Man United hafi beðið Newcastle um að fá Dúbravka á láni en ekki kemur fram hvort Newcastle hafi svarað boðinu. Manchester United have made a loan offer for Newcastle United goalkeeper Martin Dubravka.More from @David_Ornstein https://t.co/AecRVFcZlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Erik Ten Hag er enn á höttunum á eftir leikmönnum og er Antony, vængmaður Ajax, þar efstu á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Cody Gakpo, leikmanni PSV, og svo virðist sem Marco Asensio gæti farið á Old Trafford ef marka á fréttaflutning dagsins. Manchester United will offer $30M for Real Madrid's Marco Asensio, reports @Santos_Relevo pic.twitter.com/D1Ko3ET2Z9— B/R Football (@brfootball) August 25, 2022 Það er allavega ljóst að það á mikið eftir að gerast á skrifstofu Man United næstu daga og vonandi er kaffivélin í lagi þar sem það verður eflaust lítið sofið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira