Innlent

Tvö burðardýr dæmd fyrir kókaíninnflutning

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dómarnir voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði.
Dómarnir voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo erlenda ríkisborgara fyrir innflutning á kókaíni hingað til lands. Ekkert bendir til annars en að einstaklingarnir hafi verið svokölluð burðardýr.

Þann 14. júlí síðastliðinn var hollenskur ríkisborgari dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir innflutning á 658,92 grömmum af kókaíni.

Maðurinn kom til landsins frá Brussel í Belgíu þann 15. júní síðastliðinn. Maðurinn flutti fíkniefnin annars vegar innvortis og hins vegar í farangri. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi.

Þann 15. júlí síðastliðinn var nígerískur ríkisborgari sakfelldur fyrir svipað mál. Var hann gripinn þann 5. maí síðastliðinn þegar hann kom til landsins frá Frankfurt í Þýskalandi með 832,24 grömm af kókaíni í 55 pakkningum sem hann hafði innbyrt. Var hann dæmdur í tólf mánaða fangelsi.

Báðir játuðu sök í málunum. Við ákvörðun refsingar í báðum málum var litið til þess að hlutverk þeirra hafi einskorðast við flutning efnanna til landsins. Þeir hafi því verið svokölluð burðardýr.


Tengdar fréttir

Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu

Kókaínið sem lögreglan lagði hald á fyrr í mánuðinum var falið í timbursendingu frá Brasilíu hingað til lands. Sendingin átti viðkomu í Hollandi en kókaínið fannst þar við leit tollvarða.

Dæmd í árs­fangelsi fyrir kókaín­smygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 750 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í júní síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×