Umfjöllun,viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 1-2| Valur bikarmeistari í fjórtánda sinn Sindri Már Fannarsson og Andri Már Eggertsson skrifa 27. ágúst 2022 18:00 Valur er bikarmeistari 2022 Vísir/Hulda Margrét Valur varð í dag Mjólkurbikarmeistarar kvenna, en þær léku til úrslita gegn Breiðablik. Þetta var 14. bikarmeistaratitill Vals í kvennaflokki og er liðið það sigursælasta í sögunni. Birta Georgsdóttir kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik en Ásdís Karen Halldórsdóttir og Cyera Makenzie Hintzen skoruðu mörk Vals í seinni hálfleik. Valur hafði yfirhöndina allan leikinn og verður að segjast að sigurinn sé verðskuldaður. Birta Georgsdóttir fagnaði marki sínu innilegaVísir/Hulda Margrét Leikurinn fór fremur hægt af stað en í fyrri hálfleik höfðu Valskonur yfirburði. Valur skapaði sér endurtekið flottar stöður og hálffæri sem þeim tókst þó ekki að nýta eða skapa sér skotfæri. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti nokkrar flottar sendingar inn fyrir á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen sem reyndi svo að koma boltanum inn á teiginn. Eftir um hálftíma leik bættist smá harka í leik Blika og þær létu Valsara finna fyrir sér. Í kjölfar þess fengu Breiðablik eina færið sitt í fyrri hálfleik, á 35. mínútu fann Vigdís Lilja Kristjánsdóttir pláss hægra megin í teignum, fékk boltann og gaf boltann snöggt á Birtu Georgsdóttur sem var óvölduð í miðjum teignum. Birta skaut en Sandra Sigurðardóttir gerði vel til að verja, Birta náði frákastinu og skaut aftur, í þetta sinn framhjá Söndru, sem lá enn eftir vörsluna, og í netið. Fínasta mark en þvert gegn gangi leiksins. Birta Georgsdóttir kom Breiðabliki yfirVísir/Hulda Margrét Í seinni hálfleik var svipað uppi á teningunum og í þeim seinni. Valur stjórnaði spili og leiknum öllum, en skapaði þó ekki mörg dauðafæri. Eftir um 10 mínútna leik átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frábæra sendingu þvert í gegnum vörn Breiðabliks, Cyera Makenzie Hintzen slapp ein í gegn, hljóp framhjá Evu Nichole í marki Blika og renndi boltanum í autt markið. Valsliðið fangar jöfnunarmarkinuVísir/Hulda Margrét Nokkrum mínútum síðar fengu Valsmenn dauðafæri til þess að komast yfir, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen vann boltann inni í teig Breiðabliks, gaf á Cyeru sem var í einhverjum vandræðagangi með boltann og náði ekki nógu góðu skoti. Stuttu seinna var það öfugt þegar Cyera gaf boltann á Sólveigu, frábær bolti þvert fyrir markið og Sólveig var alein og óvölduð á fjærstönginni með nægan tíma og opið mark fyrir framan sig. Sólveig hitti boltann hins vegar illa og skaut laust framhjá. Á 73. mínútu kom svo loksins að því, að Valur komst yfir. Þórdís Hrönn átti enn eina frábæru sendinguna í gegnum vörn Breiðabliks, Ásdís Karen Halldórsdóttir komst í gegn og skaut í fyrstu snertingu framhjá Evu Nichole og í netið. Frábær afgreiðsla. Eftir að Valskonur komust yfir þá hægðist verulega á leiknum, Blikar fengu einhver færi en engin dauðafæri og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Verðskuldaður sigur Vals staðreynd og bikarinn kominn á Hlíðarenda. Valur fagnar með sínu fólkiVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valur stjórnaði einfaldlega leiknum. Valskonur voru frábærar í seinni hálfleik og áttu sigurinn fyllilega skilið. Breiðablik var ekki mætt til leiks af sama krafti og Valur og það skilaði sér. Hverjar stóðu upp úr? Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var maður leiksins. Hún átti fjölda frábærra sendinga inn fyrir vörn Breiðabliks og flest færi Valsara, þar með talin bæði mörkin, komu upp úr þeim sendingum. Einnig voru fremstu menn Vals frábærir, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Cyera Makenzie Hintzen og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen áttu stórgóðan leik. Miðverðir Blika áttu einnig flottan leik, þær gerðu vel til að stoppa flestallar sóknir Vals. Ásdís Karen Halldórsdóttir gegn Heiðdísi LillýardótturVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Breiðablik komst eiginlega aldrei inn í leikinn. Spilið var ekki nógu gott og þær áttu gríðarlega erfitt með að skapa sér raunveruleg færi og halda boltanum lengi. Spilið var ekki nógu gott og Breiðablik komst ekki nógu oft upp á loka þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? Nú þegar bikarnum er lokið er það bara Besta deildin eftir fyrir Breiðablik. Breiðablik er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Val sem sitja á toppnum en einungis fimm umferðir eru eftir af deildinni. Næsti leikur Breiðabliks er í Eyjum gegn ÍBV, ekki fyrr en föstudaginn 9. september vegna landsleikjahlés og umspils um að komast á HM. Næsti leikur Vals er á sama tíma, gegn KR á Meistaravöllum. Valsarar eru hins vegar enn þá í umspili um að komast í Meistaradeildina og eiga því fleiri leiki eftir á tímabilinu. Myndir af fagnaðarlátunum Valur er Mjólkurbikarmeistari 2022Vísir/Hulda Margrét Elísa Viðarsdóttir fagnar bikarnumVísir/Hulda Margrét Valur er Mjólkurbikarmeistari 2022Vísir/Hulda Margrét Valur er Mjólkurbikarmeistari 2022Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmenn Vals fjölmenntu á LaugardalsvöllVísir/Hulda Margrét Valur er Mjólkurbikarmeistari 2022Vísir/Hulda Margrét Valskonur fagna bikarmeistaratitlinumVísir/Hulda Margrét Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Breiðablik Valur Reykjavík
Valur varð í dag Mjólkurbikarmeistarar kvenna, en þær léku til úrslita gegn Breiðablik. Þetta var 14. bikarmeistaratitill Vals í kvennaflokki og er liðið það sigursælasta í sögunni. Birta Georgsdóttir kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik en Ásdís Karen Halldórsdóttir og Cyera Makenzie Hintzen skoruðu mörk Vals í seinni hálfleik. Valur hafði yfirhöndina allan leikinn og verður að segjast að sigurinn sé verðskuldaður. Birta Georgsdóttir fagnaði marki sínu innilegaVísir/Hulda Margrét Leikurinn fór fremur hægt af stað en í fyrri hálfleik höfðu Valskonur yfirburði. Valur skapaði sér endurtekið flottar stöður og hálffæri sem þeim tókst þó ekki að nýta eða skapa sér skotfæri. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti nokkrar flottar sendingar inn fyrir á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen sem reyndi svo að koma boltanum inn á teiginn. Eftir um hálftíma leik bættist smá harka í leik Blika og þær létu Valsara finna fyrir sér. Í kjölfar þess fengu Breiðablik eina færið sitt í fyrri hálfleik, á 35. mínútu fann Vigdís Lilja Kristjánsdóttir pláss hægra megin í teignum, fékk boltann og gaf boltann snöggt á Birtu Georgsdóttur sem var óvölduð í miðjum teignum. Birta skaut en Sandra Sigurðardóttir gerði vel til að verja, Birta náði frákastinu og skaut aftur, í þetta sinn framhjá Söndru, sem lá enn eftir vörsluna, og í netið. Fínasta mark en þvert gegn gangi leiksins. Birta Georgsdóttir kom Breiðabliki yfirVísir/Hulda Margrét Í seinni hálfleik var svipað uppi á teningunum og í þeim seinni. Valur stjórnaði spili og leiknum öllum, en skapaði þó ekki mörg dauðafæri. Eftir um 10 mínútna leik átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir frábæra sendingu þvert í gegnum vörn Breiðabliks, Cyera Makenzie Hintzen slapp ein í gegn, hljóp framhjá Evu Nichole í marki Blika og renndi boltanum í autt markið. Valsliðið fangar jöfnunarmarkinuVísir/Hulda Margrét Nokkrum mínútum síðar fengu Valsmenn dauðafæri til þess að komast yfir, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen vann boltann inni í teig Breiðabliks, gaf á Cyeru sem var í einhverjum vandræðagangi með boltann og náði ekki nógu góðu skoti. Stuttu seinna var það öfugt þegar Cyera gaf boltann á Sólveigu, frábær bolti þvert fyrir markið og Sólveig var alein og óvölduð á fjærstönginni með nægan tíma og opið mark fyrir framan sig. Sólveig hitti boltann hins vegar illa og skaut laust framhjá. Á 73. mínútu kom svo loksins að því, að Valur komst yfir. Þórdís Hrönn átti enn eina frábæru sendinguna í gegnum vörn Breiðabliks, Ásdís Karen Halldórsdóttir komst í gegn og skaut í fyrstu snertingu framhjá Evu Nichole og í netið. Frábær afgreiðsla. Eftir að Valskonur komust yfir þá hægðist verulega á leiknum, Blikar fengu einhver færi en engin dauðafæri og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Verðskuldaður sigur Vals staðreynd og bikarinn kominn á Hlíðarenda. Valur fagnar með sínu fólkiVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valur stjórnaði einfaldlega leiknum. Valskonur voru frábærar í seinni hálfleik og áttu sigurinn fyllilega skilið. Breiðablik var ekki mætt til leiks af sama krafti og Valur og það skilaði sér. Hverjar stóðu upp úr? Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var maður leiksins. Hún átti fjölda frábærra sendinga inn fyrir vörn Breiðabliks og flest færi Valsara, þar með talin bæði mörkin, komu upp úr þeim sendingum. Einnig voru fremstu menn Vals frábærir, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Cyera Makenzie Hintzen og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen áttu stórgóðan leik. Miðverðir Blika áttu einnig flottan leik, þær gerðu vel til að stoppa flestallar sóknir Vals. Ásdís Karen Halldórsdóttir gegn Heiðdísi LillýardótturVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Breiðablik komst eiginlega aldrei inn í leikinn. Spilið var ekki nógu gott og þær áttu gríðarlega erfitt með að skapa sér raunveruleg færi og halda boltanum lengi. Spilið var ekki nógu gott og Breiðablik komst ekki nógu oft upp á loka þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? Nú þegar bikarnum er lokið er það bara Besta deildin eftir fyrir Breiðablik. Breiðablik er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Val sem sitja á toppnum en einungis fimm umferðir eru eftir af deildinni. Næsti leikur Breiðabliks er í Eyjum gegn ÍBV, ekki fyrr en föstudaginn 9. september vegna landsleikjahlés og umspils um að komast á HM. Næsti leikur Vals er á sama tíma, gegn KR á Meistaravöllum. Valsarar eru hins vegar enn þá í umspili um að komast í Meistaradeildina og eiga því fleiri leiki eftir á tímabilinu. Myndir af fagnaðarlátunum Valur er Mjólkurbikarmeistari 2022Vísir/Hulda Margrét Elísa Viðarsdóttir fagnar bikarnumVísir/Hulda Margrét Valur er Mjólkurbikarmeistari 2022Vísir/Hulda Margrét Valur er Mjólkurbikarmeistari 2022Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmenn Vals fjölmenntu á LaugardalsvöllVísir/Hulda Margrét Valur er Mjólkurbikarmeistari 2022Vísir/Hulda Margrét Valskonur fagna bikarmeistaratitlinumVísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti