Reykjavík Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar. Innlent 26.11.2025 13:47 Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - réttindafélags, hefur boðið sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann hefur verið félagi í Samfylkingunni frá árinu 2015. Innlent 26.11.2025 12:36 Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttamaður og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, skilaði á stjórnarfundi félagsins bók sem hann hafði fengið lánaða frá Íþöku, bókhlöðu skólans, þegar hann var nemandi, rúmum fimmtíu árum fyrr. Menning 26.11.2025 12:17 Retró-draumur í Hlíðunum Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna. Lífið 26.11.2025 09:59 Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. Innlent 26.11.2025 08:00 Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja. Innlent 25.11.2025 23:18 Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Innlent 25.11.2025 21:39 Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Ljósaganga UN Women var gengin í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári. Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, hélt áhrifaríka ræðu fyrir gönguna. Innlent 25.11.2025 21:37 Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25.11.2025 16:05 Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra. Innlent 25.11.2025 15:03 Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Formaður Öryrkjabandalagsins hefur skrifað borgarstjórn allri bréf þar sem spurt er hvers vegna ekki er gert ráð fyrir því að fjármagna 42 umsóknir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Skoðun 25.11.2025 14:30 Treystir á að Norðurál borgi Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Innlent 25.11.2025 14:16 Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Tónlistarkonan Patti Smith kemur til Íslands næsta sumar og mun troða upp með hljómsveit sinni á tvennum tónleikum, í Hörpu og í Hofi. Tónlist 25.11.2025 13:57 Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. Viðskipti innlent 25.11.2025 13:17 Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Viðey er ein af fallegustu náttúruperlum Reykjavíkur og um leið ein sú vannýttasta.Þangað fer lítið af fólki nema kanski einu sinni á ári þegar friðarsúlan er tendruð. Skoðun 25.11.2025 12:03 Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á leikskólum. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru leitast við að mæta áskorunum leikskólastigsins, einkum vegna styttingar vinnuvikunnar, með því að fækka stundum sem börn dvelja í leikskóla. Skoðun 25.11.2025 11:16 Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Innlent 24.11.2025 23:46 Skelin Stundum, samkvæmt háværum röddum virðist ekkert vera nægjanlega gott í Reykjavík. Íbúar kvarta yfir snjómokstri, gróðri, gatnakerfinu, byggingum og jafnvel veðri. Við viljum að borgin okkar sé í senn falleg, hrein, friðsæl, græn, umhverfisvæn, aðgengileg, nóg framboð þónustu, verslun, og almenningsamgöngum, og helst allt í einu. Skoðun 24.11.2025 18:01 Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna. Lífið 24.11.2025 15:45 Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Reykjavíkurborg iðar af menningu og lífi allan ársins hring. Þrátt fyrir að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sé nýafstaðin þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sækja ótal skemmtilega tónleika á næstu misserum. Tónlist 24.11.2025 12:00 Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í gærkvöldi eða nótt sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll. Lögregla var kölluð til þegar slagsmál brutust út á salerni á skemmtistað í miðborginni en við athugun reyndist handtekni eftirlýstur í tengslum við annað mál. Innlent 24.11.2025 08:04 Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt „Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma. Innlent 23.11.2025 21:01 Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Skoðun 23.11.2025 16:03 Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Lögreglu barst tilkynning um yfirstaðið innbrot á höfuðborgarsvæðinu þar sem miklum verðmætum var stolið. Stuttu síðar var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en sá reyndist vera með þýfið úr innbrotinu. Innlent 22.11.2025 19:31 Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Innlent 22.11.2025 16:43 Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út snemma í morgun vegna elds sem upp hafði komið í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss í Seljahverfi í Breiðholti. Innlent 22.11.2025 14:37 Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum. Innlent 22.11.2025 14:27 Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22.11.2025 07:29 Hjólhýsabyggð á heima í borginni Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Skoðun 22.11.2025 07:00 Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. Innlent 21.11.2025 21:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Páll Winkel verður áfram í leyfi frá störfum sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar en hefur tekið að sér vera fulltrúi félags- og húsnæðismálaráðuneytisins í verkefni um nýja Miðstöð um öryggisráðstafanir. Birgir Jónasson, sem hefur verið settur fangelsismálastjóri síðan Páll fór í leyfi í september í fyrra, verður áfram settur fangelsismálastjóri í ár til viðbótar. Innlent 26.11.2025 13:47
Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - réttindafélags, hefur boðið sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann hefur verið félagi í Samfylkingunni frá árinu 2015. Innlent 26.11.2025 12:36
Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Bogi Ágústsson, fyrrverandi fréttamaður og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, skilaði á stjórnarfundi félagsins bók sem hann hafði fengið lánaða frá Íþöku, bókhlöðu skólans, þegar hann var nemandi, rúmum fimmtíu árum fyrr. Menning 26.11.2025 12:17
Retró-draumur í Hlíðunum Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna. Lífið 26.11.2025 09:59
Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. Innlent 26.11.2025 08:00
Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Það er mýta að heimilislausir hafi mikinn áhuga á að láta mikið á sér bera og besta leiðin til að takast á við áhyggjur íbúa af opnun nýrrar kaffistofu Samhjálpar á Grensásvegi er að hlusta og veita upplýsingar. Þetta segir forstöðukona Konukots sem segir málið gamla sögu og nýja. Innlent 25.11.2025 23:18
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Innlent 25.11.2025 21:39
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Ljósaganga UN Women var gengin í dag í tilefni alþjóðlegs baráttudags Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var til minningar um baráttukonuna Ólöfu Töru Harðardóttur, sem lést á þessu ári. Helga Rún Bjarkadóttir, systir Ólafar Töru, hélt áhrifaríka ræðu fyrir gönguna. Innlent 25.11.2025 21:37
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. Innlent 25.11.2025 16:05
Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Hamed M. H. Albayyouk hefur hlotið fimm ára fangelsisvist fyrir tilraun til manndráps, með því að leggja til manns með stórum hnífi utandyra að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Fimm ára fangelsisdómur er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps. Í dómi yfir honum segir að Albayyouk hafi deilt við fórnarlamb sitt í aðdraganda árásarinnar vegna deilna barna þeirra. Innlent 25.11.2025 15:03
Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Formaður Öryrkjabandalagsins hefur skrifað borgarstjórn allri bréf þar sem spurt er hvers vegna ekki er gert ráð fyrir því að fjármagna 42 umsóknir um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Skoðun 25.11.2025 14:30
Treystir á að Norðurál borgi Forstjóri Orkuveitunnar segir hegðun Norðuráls mikil vonbrigði en fyrirtækið hefur sagst ekki ætla að greiða fyrir orku sem það nýtti ekki eftir bilanir á Grundartanga. Bæði hann og borgarstjóri ætlast þó til þess að Norðurál greiði á endanum. Innlent 25.11.2025 14:16
Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Tónlistarkonan Patti Smith kemur til Íslands næsta sumar og mun troða upp með hljómsveit sinni á tvennum tónleikum, í Hörpu og í Hofi. Tónlist 25.11.2025 13:57
Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. Viðskipti innlent 25.11.2025 13:17
Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Viðey er ein af fallegustu náttúruperlum Reykjavíkur og um leið ein sú vannýttasta.Þangað fer lítið af fólki nema kanski einu sinni á ári þegar friðarsúlan er tendruð. Skoðun 25.11.2025 12:03
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á leikskólum. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru leitast við að mæta áskorunum leikskólastigsins, einkum vegna styttingar vinnuvikunnar, með því að fækka stundum sem börn dvelja í leikskóla. Skoðun 25.11.2025 11:16
Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega. Innlent 24.11.2025 23:46
Skelin Stundum, samkvæmt háværum röddum virðist ekkert vera nægjanlega gott í Reykjavík. Íbúar kvarta yfir snjómokstri, gróðri, gatnakerfinu, byggingum og jafnvel veðri. Við viljum að borgin okkar sé í senn falleg, hrein, friðsæl, græn, umhverfisvæn, aðgengileg, nóg framboð þónustu, verslun, og almenningsamgöngum, og helst allt í einu. Skoðun 24.11.2025 18:01
Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna. Lífið 24.11.2025 15:45
Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Reykjavíkurborg iðar af menningu og lífi allan ársins hring. Þrátt fyrir að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves sé nýafstaðin þýðir það ekki að það sé ekki hægt að sækja ótal skemmtilega tónleika á næstu misserum. Tónlist 24.11.2025 12:00
Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í gærkvöldi eða nótt sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll. Lögregla var kölluð til þegar slagsmál brutust út á salerni á skemmtistað í miðborginni en við athugun reyndist handtekni eftirlýstur í tengslum við annað mál. Innlent 24.11.2025 08:04
Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt „Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma. Innlent 23.11.2025 21:01
Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Skoðun 23.11.2025 16:03
Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Lögreglu barst tilkynning um yfirstaðið innbrot á höfuðborgarsvæðinu þar sem miklum verðmætum var stolið. Stuttu síðar var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir en sá reyndist vera með þýfið úr innbrotinu. Innlent 22.11.2025 19:31
Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Innlent 22.11.2025 16:43
Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út snemma í morgun vegna elds sem upp hafði komið í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss í Seljahverfi í Breiðholti. Innlent 22.11.2025 14:37
Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum. Innlent 22.11.2025 14:27
Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22.11.2025 07:29
Hjólhýsabyggð á heima í borginni Fyrir allnokkrum árum fór að myndast samfélag fólks sem bjó í hjólhýsum eða húsbílum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Í kórónuveiru faraldrinum fékk fólkið leyfi til að búa á tjaldstæðinu allan ársins hring. Eftir að faraldurinn gekk yfir og ferðaþjónustan tók aftur við sér var hjólhýsabúum gert að greiða fulla leigu af sínum stæðum eða yfirgefa svæðið. Fullt leiguverð á slíkum stæðum var á pari við leigu meðalstórrar íbúðar á þeim tíma. Skoðun 22.11.2025 07:00
Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Geir Rúnar Birgisson, formaður húsfélags Grensásvegar 44 til 50, segir íbúa hafa miklar áhyggjur af flutningi Kaffistofunnar í húsnæði við Grensásveg 46. Hann segir íbúa ósátta við það að framkvæmdir hafi hafist áður en flutningurinn fór í grenndarkynningu. Íbúar óttist aukið ónæði og fjölgun innbrota verði Kaffistofan opnuð á þessari staðsetningu. Innlent 21.11.2025 21:02