Reykjavík

Fréttamynd

Miklar tafir vegna á­reksturs í Vestur­bæ

Miklar umferðartafir eru í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs á hringtorginu við gatnamót Suðurgötu og Hringbrautar. Lögreglumenn stýra umferð á vettvangi en töluverð hálka er á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Viðveru­stjórn er hluti af sér­fræðiþekkingu mann­auðs­fólks

Auglýsing Reykjavíkurborgar eftir sérfræðingi í viðverustjórn hefur vakið talsverða athygli. Snorri Másson varaformaður Miðflokksins til að mynda dró auglýsinguna sundur og saman í háði en Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borgarinnar lét sér hvergi bregða þegar hún var spurð út í hvað þetta væri eiginlega?

Innlent
Fréttamynd

Ný kyn­slóð

Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Slökktu eld í djúpgámi í Kópa­vogi

Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Manst þú eftir hverfinu þínu?

Breiðholtið í kringum 1980 var algjör draumastaður til að búa á. Að minnsta kosti ef maður var sjö ára með grasgrænu á buxunum og mamma kallaði af svölunum í Suðurhólunum að það væri kominn kvöldmatur. Ég held það hafi verið gaman hjá fullorðna fólkinu líka.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég veit ekkert hvað er í gangi“

Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður odd­viti

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir and­lát hans

Lagið „Reykjavík“ eftir Halla Reynis kom út í dag, rúmum sex árum frá andláti tónlistarmannsins. Sonur Halla fann lagið á gömlum geisladiski eftir andlát föður síns 2019 og fannst það of gott til að liggja ósnert. Lagið súmmeri upp það sem gerði Halla að góðum tónlistarmanni og sé einföld en djúp frásagnarlist við gítarspil.

Tónlist
Fréttamynd

Sósa­lista­flokkurinn ekki með í Vori til vinstri

Oddvitar og borgarfulltrúr á vinstri væng stjórnamál í Reykjavík funda enn um möguleikann á sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í mánuðinum. Grasrót Vinstri grænna fundar og Pírata funda á næstu vikum. Sósíalistaflokkurinn tekur ekki þátt í framboðinu en oddviti flokksins segir það ábyrgðarhluta að bjóða fram sterkan valkost á vinstri væng.

Innlent
Fréttamynd

Lindex lokað á Ís­landi

Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar.  Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síðasta Heilsu­húsinu brátt lokað

Heilsuhúsinu í Kringlunni verður lokað þann 1. febrúar næstkomandi. Það er í eigu Lyfju en framkvæmdastjóri segir ástæðuna fyrir lokuninni vera erfið rekstrarskilyrði. Vörumerkið muni lifa áfram á netinu, vörur seldar á samnefndri vefsíðu Heilsuhússins og þær jafnframt áfram seldar í apótekum Lyfju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfs­kröftum

Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og konan hans Rakel Þormarsdóttir hafa valið nafn fyrir veitingastaðinn sem þau opna á næstunni á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar í Reykjavík. Staðurinn heitir Fossinn, væntanlega með vísan í Fossvoginn, og þau eru nú í leit að starfsfólki til að taka á móti gestum og til starfa í eldhúsi staðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allt að 450 þúsund bíó­gestir á einu ári

Bíóhöllin við Álfabakka snýr aftur til upprunans í sínum síðasta mánuði sýninga. Þar verða næstu vikurnar sýndar ýmsar kvikmyndir sem stóðu fyrstu gestum kvikmyndahússins til boða árið 1982. Fyrsta bíómyndin sem sýnd var í Bíóhöllinni verður svo sömuleiðis sú síðasta, Being There með Peter Sellers í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Þvag, saur og upp­köst í klefum

Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Munu skoða hvort til­efni sé til að hægja á inn­töku nýrra barna

Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag

Opið verður í skíða- og sleðabrekkunum í Ártúnsbrekkunni í dag. Reykjavíkurborg hefur verið í snjóframleiðslu á svæðinu frá því fyrir helgi. Í tilkynningu kemur fram að vel hafi gengið að búa til snjó. Hann sé harðpakkaður og fínt að gera ráð fyrir því þegar brekkan er notuð.

Innlent
Fréttamynd

Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku

Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Mikill á­hugi á fyrsta sæti hjá Við­reisn

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka.

Innlent
Fréttamynd

Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kveiktur í lyftu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart um skemmdarverk í gærkvöldi eða nótt, þegar eldur var kveiktur í lyftu í bílastæðahúsi í póstnúmerinu 104. Minniháttar skemmdir urðu á lyftunni en ekki er vitað hver var að verki.

Innlent
Fréttamynd

Sami odd­viti í fyrsta sinn í tæp þrjá­tíu ár

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Vill lækka veikindahlutfall opin­berra starfs­manna

Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun.

Innlent