Handahófskennt tilboð frá Íslandi breytti lífinu Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 23:31 Natasha fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu á SheBelieves Cup Getty Images Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks, tók handahófskennda ákvörðun að koma til Íslands að spila fótbolta árið 2014. Ákvörðun sem hún segir hafa breytt lífi sínu til hins betra. Natasha fór um víðan völl í löngu viðtali við FIFA sem birtist í liðinni viku en þar fór hún meðal annars yfir knattspyrnuferil sinn til þessa og lífið á Íslandi. Natasha er fædd í Texas í Bandaríkjunum en fjölskylda hennar fluttist áður til Texas frá Nígeríu. Natasha lék með yngri landsliðum Bandaríkjanna og draumur hennar var að spila í NWSL, bandarísku úrvalsdeildinni, áður en líf hennar tók óvænta stefnubreytingu. „Planið mitt var vissulega að spila í NWSL. Ég var fengin til liðs við Boston Breakers í nýliðavalinu en það gekk ekki upp á sama hátt og rætt hafði verið um upprunalega. Ég ætlaði að koma til móts við liðið eftir að ég útskrifaðist úr skólanum en svo vildu þau fá mig strax til liðs við sig, sem ég var ekki tilbúin að gera,“ sagði Natasha. „Eftir það leitaði ég mér að umboðsmanni sem var að skoða möguleika fyrir mig að spila erlendis. Þá kom tilboð frá Íslandi sem mér fannst í fyrstu frekar handahófskennt. Eftir að ég skoðaði málið nánar þá fannst mér eitthvað heillandi við þetta og ákvað að taka stökkið.“ Natasha samdi þá við ÍBV þar sem hún lék 57 leiki frá 2014-2016 áður en hún skipti yfir til Keflavíkur þar sem hún var í heil fimm tímabil. Fyrr á þessu ári samdi Natasha svo við Breiðablik. Natasha og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, innsigla félagaskiptin í Breiðablik með handabandi.Breiðablik „Fyrir manneskju sem hefur alist upp í einu af hlýjustu ríkjum Bandaríkjanna, að flytja í þetta villta, blauta og eldvirka svæði á lítilli eyju var mikið menningarsjokk. Landslagið og veðrið gat ekki verið mikið meira öðruvísi en það sem ég hafði vanist í Texas, þar sem allt er flatt og alltaf heitt,“ útskýrði Natasha um búflutninga sína til Íslands frá Bandaríkjunum. Ríkisborgararéttinum fylgdi stór bónus Natasha er gift Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, en Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember 2019. „Í sama mánuði fæ ég símtal frá KSÍ þar sem mér er boðið að koma á æfingar með landsliðinu,“ sagði Natasha, áður en hún bætti við. „Ég sóttist ekki eftir ríkisborgararétt til þess að spila fyrir landsliðið, það var aðallega út af fjölskyldu ástæðum. Að vera svo valin í landsliðið var vissulega stór bónus sem fylgdi ríkisborgararéttinum.“ Natasha, Rúnar Ingi og fjölskyldaInstagram - gipsyking9 „Rætur mínar ná svo djúpt hérna á Íslandi að mér líður eins og Íslending. Ég er búin að læra tungumálið og liðsfélagar mínir hrósa mér stöðugt hversu vel mér hefur tekist með það. Ég elska að þær tala allar íslensku við mig og jafnvel þótt ég eigi í einhverjum erfiðleikum með einstök orð, þá skipta þær aldrei yfir í ensku. Allir hafa mætt mér sem Íslending frá fyrstu mínútu.“ Natasha sér alls ekki eftir að hafa tekið þessa handahófskenndu ákvörðun að flytja til Íslands að spila fótbolta eftir að samningur hennar við Boston Breakers og draumur hennar að spila í NWSL gekk ekki eftir. „Það er smá klikkað að hugsa út í það. Ef ég hefði ekki komið til Íslands þá hefði ég ekki hitt eiginmann minn, eignast börn og notið allra þessa frábæru augnablika sem Ísland hefur gefið mér innan og utan vallar. Fólk segir oft að allt gerist af ástæðu. Ég er svo ótrúlega glöð og þakklát að allt atvikaðist eins og það gerði,“ sagði Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks. Í viðtalinu við FIFA ræðir Natasha líka SheBelives mótið sem hún tók þátt í með landsliðinu sem og fyrsta landsliðsmarkið sitt. Natasha ræðir einnig möguleika Íslands að vinna sér inn þátttökurétt á HM 2023 en framundan er afar mikilvægur landsleikjagluggi þar sem íslenska liðið mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi. Viðtalið í heild má lesa með því að smella hér. Breiðablik Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 „Eini munurinn er að það er bikar undir“ Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. 27. ágúst 2022 10:16 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Natasha fór um víðan völl í löngu viðtali við FIFA sem birtist í liðinni viku en þar fór hún meðal annars yfir knattspyrnuferil sinn til þessa og lífið á Íslandi. Natasha er fædd í Texas í Bandaríkjunum en fjölskylda hennar fluttist áður til Texas frá Nígeríu. Natasha lék með yngri landsliðum Bandaríkjanna og draumur hennar var að spila í NWSL, bandarísku úrvalsdeildinni, áður en líf hennar tók óvænta stefnubreytingu. „Planið mitt var vissulega að spila í NWSL. Ég var fengin til liðs við Boston Breakers í nýliðavalinu en það gekk ekki upp á sama hátt og rætt hafði verið um upprunalega. Ég ætlaði að koma til móts við liðið eftir að ég útskrifaðist úr skólanum en svo vildu þau fá mig strax til liðs við sig, sem ég var ekki tilbúin að gera,“ sagði Natasha. „Eftir það leitaði ég mér að umboðsmanni sem var að skoða möguleika fyrir mig að spila erlendis. Þá kom tilboð frá Íslandi sem mér fannst í fyrstu frekar handahófskennt. Eftir að ég skoðaði málið nánar þá fannst mér eitthvað heillandi við þetta og ákvað að taka stökkið.“ Natasha samdi þá við ÍBV þar sem hún lék 57 leiki frá 2014-2016 áður en hún skipti yfir til Keflavíkur þar sem hún var í heil fimm tímabil. Fyrr á þessu ári samdi Natasha svo við Breiðablik. Natasha og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, innsigla félagaskiptin í Breiðablik með handabandi.Breiðablik „Fyrir manneskju sem hefur alist upp í einu af hlýjustu ríkjum Bandaríkjanna, að flytja í þetta villta, blauta og eldvirka svæði á lítilli eyju var mikið menningarsjokk. Landslagið og veðrið gat ekki verið mikið meira öðruvísi en það sem ég hafði vanist í Texas, þar sem allt er flatt og alltaf heitt,“ útskýrði Natasha um búflutninga sína til Íslands frá Bandaríkjunum. Ríkisborgararéttinum fylgdi stór bónus Natasha er gift Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, en Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt í desember 2019. „Í sama mánuði fæ ég símtal frá KSÍ þar sem mér er boðið að koma á æfingar með landsliðinu,“ sagði Natasha, áður en hún bætti við. „Ég sóttist ekki eftir ríkisborgararétt til þess að spila fyrir landsliðið, það var aðallega út af fjölskyldu ástæðum. Að vera svo valin í landsliðið var vissulega stór bónus sem fylgdi ríkisborgararéttinum.“ Natasha, Rúnar Ingi og fjölskyldaInstagram - gipsyking9 „Rætur mínar ná svo djúpt hérna á Íslandi að mér líður eins og Íslending. Ég er búin að læra tungumálið og liðsfélagar mínir hrósa mér stöðugt hversu vel mér hefur tekist með það. Ég elska að þær tala allar íslensku við mig og jafnvel þótt ég eigi í einhverjum erfiðleikum með einstök orð, þá skipta þær aldrei yfir í ensku. Allir hafa mætt mér sem Íslending frá fyrstu mínútu.“ Natasha sér alls ekki eftir að hafa tekið þessa handahófskenndu ákvörðun að flytja til Íslands að spila fótbolta eftir að samningur hennar við Boston Breakers og draumur hennar að spila í NWSL gekk ekki eftir. „Það er smá klikkað að hugsa út í það. Ef ég hefði ekki komið til Íslands þá hefði ég ekki hitt eiginmann minn, eignast börn og notið allra þessa frábæru augnablika sem Ísland hefur gefið mér innan og utan vallar. Fólk segir oft að allt gerist af ástæðu. Ég er svo ótrúlega glöð og þakklát að allt atvikaðist eins og það gerði,“ sagði Natasha Anasi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks. Í viðtalinu við FIFA ræðir Natasha líka SheBelives mótið sem hún tók þátt í með landsliðinu sem og fyrsta landsliðsmarkið sitt. Natasha ræðir einnig möguleika Íslands að vinna sér inn þátttökurétt á HM 2023 en framundan er afar mikilvægur landsleikjagluggi þar sem íslenska liðið mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi. Viðtalið í heild má lesa með því að smella hér.
Breiðablik Besta deild kvenna Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31 „Eini munurinn er að það er bikar undir“ Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. 27. ágúst 2022 10:16 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Fer hrollur um marga en þetta er ekki of stór biti Harpa Þorsteinsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi alveg að ráða við það að vera án Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leikjunum mikilvægu við Hvíta-Rússland og Holland eftir viku. 26. ágúst 2022 09:31
„Eini munurinn er að það er bikar undir“ Breiðablik og Valur eigast við í dag í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Blikar eiga titili að verja og Natasha Moraa, leikmaður Breiðabliks, segir að liðið sé tilbúið í leikinn. 27. ágúst 2022 10:16