Tillögur Þorsteins ekkert nema sýndarmennsku tilburðir Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:02 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna ekki hafa verið neitt nema sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04
Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32