Tillögur Þorsteins ekkert nema sýndarmennsku tilburðir Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:02 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar um að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna ekki hafa verið neitt nema sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, að hann hafi verið fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til þess að leggja til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Lettlands, Litáen og Eistlands. Tillögur hans hafi fengið dræm viðbrögð, meðal annars frá Jóni Baldvin, sem kláraði málið þó síðar. Þorsteinn lagði tvisvar fram tillögur um viðurkenningu sjálfstæði ríkjanna, fyrst í mars árið 1990 um að viðurkenna sjálfstæði Litáens og svo í október um að viðurkenna sjálfstæði allra ríkjanna þriggja. Á þessum tíma var Þorsteinn í stjórnarandstöðu en Jón Baldvin var utanríkisráðherra í samsteypustjórn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Í tilkynningu sem Jón Baldvin sendi á fjölmiðla í kjölfar viðtalsins segir hann málið ekki hafa snúist um kapphlaup til að vera fyrstur að senda bréf um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði ríkjanna. Hann segir að Eistar og Lettar hafi sjálfir ekki verið búnir að lýsa yfir sjálfstæði þegar tillaga Þorsteins var lögð fyrir Alþingi. Jón segir að viðurkenning Íslands án þess að aðrar þjóðir hafi fylgt í kjölfarið hefði ekki gagnast ríkjunum í baráttu sinni. Hann vill meina að Ísland hefði orðið að athlægi fyrir „sjálfsupphafna sýndarmennsku“ ef svo hefði orðið. „Málið snerist um allt annað: Að tala máli þeirra á alþjóðavettvangi, þar sem þeirra eigin raddir heyrðust ekki. Að andæfa yfirlýstri stefnu Vesturveldanna þess efnis að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika. Það eitt og sér útilokaði stuðning við endurheimt sjálfstæði Eystrasaltsþjóða. Að boða aðra stefnu, einkum innan NATO, í samskiptum við Sovétríkin, um aukinn stuðning við lýðræðisöflin í Rússlandi, undir forystu Boris Yeltsin. Að taka frumkvæðið, þegar Gorbachev var steypt af stóli og stefna Vesturveldanna hafði beðið skipbrot, að viðurkenningu endurheimts sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið,“ segir Jón Jón segir þetta hafa gengið eftir þar sem þetta var byggt á annarri raunsærri greiningu á innanlandsástandi Sovétríkjanna sem þá voru nú þegar í tilvistarkreppu. „Þingsályktunartillögur Þorsteins Pálssonar á Alþingi voru bara sýndarmennsku tilburðir í innanlandspólitík og höfðu ekkert að gera með sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóða,“ segir Jón.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Lettland Eistland Litháen Alþingi Tengdar fréttir Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04 Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01 Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Jón Baldvin hunsaður og lítilsvirtur nú sem endranær Bryndís Schram rithöfundur og eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Jón Baldvin hafa verið hunsaðan og lítilsvirtan frá upphafi og nú sé sagan að endurtaka sig. 27. ágúst 2022 17:04
Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar. 26. ágúst 2022 20:01
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32