Guðlaugur og félagar unnu meistarana í frumraun Benteke Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 08:46 Guðlaugur Victor var að vonum ánægður í leikslok. D.C. United D.C. United, botnlið Austurdeildarinnar í MLS-deildinni vestanhafs, vann sinn fyrsta sigur síðan í lok júlí er það heimsótti New York City í nótt. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn. D.C. United hefur átt vandasamt tímabil og skipti um þjálfara í lok júlí þegar enska goðsögnin Wayne Rooney tók við stjórnartaumunum. Hann vann fyrsta leik, 2-1 gegn Orlando, þann 31. júlí en liðið hefur síðan tapað fimm leikjum og gert eitt jafntefli. Hann var því kærkominn, 2-1 sigur liðsins á New York City í nótt. New York er í eigu City Group sem einnig á Manchester City á Englandi, og liðið varð MLS-meistari á síðustu leiktíð. Framherjinn Ola Kamara og Steven Birnbaum skoruðu mörk gestanna frá Washington í leiknum en þar kom Belginn Christian Benteke inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik eftir skipti sín frá Crystal Palace á Englandi. Fagnaðarlætin voru mikil í leikslok og sást á Guðlaugi Victori í myndskeiði sem félagið birti eftir leik að honum var létt, líkt og öðrum leikmönnum liðsins, eftir strembinn ágúst-mánuð. Something we can build on Bringing this same energy and passion to @AudiField on Sunday #DCU || #VamosUnited pic.twitter.com/XS86ZpR0TN— D.C. United (@dcunited) September 1, 2022 D.C. United er áfram á botni Austurdeildarinnar með 25 stig, sex á eftir Chicago Fire sem er þar fyrir ofan, en New York City er í fjórða sæti með 45 stig. Houston Dynamo vann þá 2-1 sigur á Los Angeles FC í Vesturdeildinni en þar var Þorleifur Úlfarsson frá vegna meiðsla og fékk því ekki tækifæri til að kljást við Giorgio Chiellini, miðvörð Los Angeles-liðsins. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
D.C. United hefur átt vandasamt tímabil og skipti um þjálfara í lok júlí þegar enska goðsögnin Wayne Rooney tók við stjórnartaumunum. Hann vann fyrsta leik, 2-1 gegn Orlando, þann 31. júlí en liðið hefur síðan tapað fimm leikjum og gert eitt jafntefli. Hann var því kærkominn, 2-1 sigur liðsins á New York City í nótt. New York er í eigu City Group sem einnig á Manchester City á Englandi, og liðið varð MLS-meistari á síðustu leiktíð. Framherjinn Ola Kamara og Steven Birnbaum skoruðu mörk gestanna frá Washington í leiknum en þar kom Belginn Christian Benteke inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik eftir skipti sín frá Crystal Palace á Englandi. Fagnaðarlætin voru mikil í leikslok og sást á Guðlaugi Victori í myndskeiði sem félagið birti eftir leik að honum var létt, líkt og öðrum leikmönnum liðsins, eftir strembinn ágúst-mánuð. Something we can build on Bringing this same energy and passion to @AudiField on Sunday #DCU || #VamosUnited pic.twitter.com/XS86ZpR0TN— D.C. United (@dcunited) September 1, 2022 D.C. United er áfram á botni Austurdeildarinnar með 25 stig, sex á eftir Chicago Fire sem er þar fyrir ofan, en New York City er í fjórða sæti með 45 stig. Houston Dynamo vann þá 2-1 sigur á Los Angeles FC í Vesturdeildinni en þar var Þorleifur Úlfarsson frá vegna meiðsla og fékk því ekki tækifæri til að kljást við Giorgio Chiellini, miðvörð Los Angeles-liðsins.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira