Lokadagur félagsskiptagluggans: Arthur til Liverpool og Aubameyang snýr aftur til Lundúna Íþróttadeild Vísis skrifar 1. september 2022 23:25 Artur Melo er mættur til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang er genginn til liðs við Chelsea. Vísir/Getty/Twitter Félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokaði í kvöld og var nóg um að vera. Mörg félög sóttust eftir að styrkja sinn leikmannahóp áður en tíminn rann út og þar ber hæst að nefna félagsskipti Arthur Melo til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang til Chelsea. Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira