Enn í óvissu eftir smitið fyrir úrslitaleikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 10:31 Vivianne Miedema á Laugardalsvelli, í 2-0 sigri Hollands í fyrrahaust. Getty/Laurens Lindhout Eftir leik Íslands við Hvíta-Rússland í kvöld tekur við úrslitaleikur við Holland á þriðjudag, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Óvissa ríkir um aðalmarkaskorara Hollands og einn besta leikmann heims, Vivianne Miedema. Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sjá meira
Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sjá meira