Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 11:00 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar ásamt Sveindísi Jane Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttir. Vísir/ Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira