Ronaldo þarf að leggja harðar að sér ætli hann sér byrjunarliðssæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 10:30 Cristiano Ronaldo er fastur á bekknum þessa dagana. Kieran Cleeves/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur sent Cristiano Ronaldo skýr skilaboð varðandi stöðu framherjans hjá félaginu. Vilji hinn 37 ára gamla ofurstjarna verða byrjunarliðsmaður á ný þarf hann að leggja harðar að sér og venjast leikstíl liðsins. Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn