Segir óviðunandi húsnæði vinna gegn meðferð skjólstæðinga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2022 13:21 Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir nýtt og betra húsnæði undir starfsemina nauðsynlegt. Óviðunandi húsnæði geti haft neikvæð áhrif á meðferð skjólstæðinga. Deildarstjóri á bráðageðdeild Landspítalans segir að húsnæði deildarinnar sé óviðunandi og garðurinn óaðgengilegur og fátæklegur. Þetta umhverfivinni oft og tíðum gegn meðferð skjólstæðinganna og því sé brýn þörf á úrbótum þegar í stað. Starfsfólk geðdeildarinnar kallar þá einnig eftir skýrara regluverki. Ekki sé boðlegt að starfa í lagalegu tómarúmi. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis var lagaumhverfi geðheilbrigðismála gagnrýnt harðlega. Lagalegt tómarúm var hugtakiðsem notað var um ástandið. Jóhanna G. Þórisdóttir deildarstjóri bráðageðdeildar Landspítalans segir að hún og samstarfsfólk hennar á deildinni þekki vel til þessa vanda. „Við í geðþjónustunni erum vel meðvituð um hversu ófullkomið lagaumhverfið er og þennan galla í löggjöfinni. Umboðsmaður Alþingis, yfirlæknar geðþjónustunnar, Geðhjálp og fleiri hafa endurtekið bent á að löggjöfin þurfi að vera skýrari.“ Á Alþingi var lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um réttindi sjúklinga þar sem meðal annars átti að skilgreina betur hvernig standa ætti að þvingandi aðgerðum í heilbrigðisþjónustu. „Þetta var tekið af dagskrá í vor að mér skilst sem þýðir seinkun í þessu máli en það er þá þannig að við sitjum uppi með þetta lagalega tómarúm. Við þurfum samt sem áður að sinna okkar skjólstæðingum í þessu umhverfi og við náttúrulega erum að kalla eftir því að lögin séu skýrari og okkar markmið er alltaf að reyna að draga úr þvingunum eins og hægt er.“ Það sem hefur hjálpað starfsfólkinu og verið því haldreipi er líkan sem nefnist „Safewards“eða „öruggar geðdeildir“ en það fjallar meðal annars um leiðir til að fækka atvikum sem leiða til þvingandi meðferðar en í líkaninu er líka fjallað um mikilvægi fullnægjandi regluverks og húsnæðis. „Við höfum náttúrulega ítrekað bent á hversu slæmt það er og hvernig það vinnur oft og tíðum gegn meðferð okkar skjólstæðinga. Við erum alveg mjög skýr með það að við viljum nýtt og betra húsnæði sem styður við okkar starfsemi; húsnæði sem er batamiðað og fólki líður vel í. Ég get nefnt dæmi að útisvæðið okkar er mjög ófullkomið. Það er ekki beint aðgengi út í garð og garðurinn sem við höfum þó er mjög óaðgengilegur og frekar fátæklegur.“ Geðþjónustan þurfi líka mun stærra rými fyrir starfsemina. Eðli veikindanna krefjist þess. „Því það þarf stundum að hjúkra fólki og stundum getur fólk ekki verið með öðrum og það þarf mögulega meira pláss og meira næði. Þetta húsnæði er bara ekki nógu gott.“ Sjá nánar: Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna Reyna að koma í veg fyrir þvingandi meðferð Jóhann segir að á þeim tuttugu árum sem hún hafi unnið við geðhjúkrun hafi áherslan í auknum mæli verið lögð á að reyna að draga úr þvingunum eins og kostur er. „Það sem við gerðum fyrir fimmtán árum er úrelt í dag, og jafnvel fyrir fimm árum, við erum alltaf í þróun og að reyna að leita leiða til að sinna vinnunni okkar faglega og draga úr þvingunum eins og hægt er.“ Málaflokkurinn er eðli málsins samkvæmt viðkvæmur og þegar mistök verða inni á lokuðum geðdeildum þá geta þau reynst afdrifarík. Jóhanna segir að á sama tíma og reynt sé að draga úr þvingunum þá komi upp tilvik þar sem slíkt getur reynst nauðsynlegt. „Við erum alltaf meðvituð um meðalhófið. Við getum séð að einhver sé veikur en vill mögulega ekki þiggja hjálp og meðferð og þá þurfum við að skoða það gaumgæfilega hvort viðkomandi sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum og hvort viðkomandi sé það alvarlega veikur að við sem heilbrigðisstarfsfólk værum ekki að sinna vinnunni okkar sem skyldi ef við grípum ekki inn í. Við þurfum alltaf að vega og meta hvaða ákvarðanir eru teknar og við verðum að geta rökstutt það ítarlega.“ Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis var lagaumhverfi geðheilbrigðismála gagnrýnt harðlega. Lagalegt tómarúm var hugtakiðsem notað var um ástandið. Jóhanna G. Þórisdóttir deildarstjóri bráðageðdeildar Landspítalans segir að hún og samstarfsfólk hennar á deildinni þekki vel til þessa vanda. „Við í geðþjónustunni erum vel meðvituð um hversu ófullkomið lagaumhverfið er og þennan galla í löggjöfinni. Umboðsmaður Alþingis, yfirlæknar geðþjónustunnar, Geðhjálp og fleiri hafa endurtekið bent á að löggjöfin þurfi að vera skýrari.“ Á Alþingi var lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um réttindi sjúklinga þar sem meðal annars átti að skilgreina betur hvernig standa ætti að þvingandi aðgerðum í heilbrigðisþjónustu. „Þetta var tekið af dagskrá í vor að mér skilst sem þýðir seinkun í þessu máli en það er þá þannig að við sitjum uppi með þetta lagalega tómarúm. Við þurfum samt sem áður að sinna okkar skjólstæðingum í þessu umhverfi og við náttúrulega erum að kalla eftir því að lögin séu skýrari og okkar markmið er alltaf að reyna að draga úr þvingunum eins og hægt er.“ Það sem hefur hjálpað starfsfólkinu og verið því haldreipi er líkan sem nefnist „Safewards“eða „öruggar geðdeildir“ en það fjallar meðal annars um leiðir til að fækka atvikum sem leiða til þvingandi meðferðar en í líkaninu er líka fjallað um mikilvægi fullnægjandi regluverks og húsnæðis. „Við höfum náttúrulega ítrekað bent á hversu slæmt það er og hvernig það vinnur oft og tíðum gegn meðferð okkar skjólstæðinga. Við erum alveg mjög skýr með það að við viljum nýtt og betra húsnæði sem styður við okkar starfsemi; húsnæði sem er batamiðað og fólki líður vel í. Ég get nefnt dæmi að útisvæðið okkar er mjög ófullkomið. Það er ekki beint aðgengi út í garð og garðurinn sem við höfum þó er mjög óaðgengilegur og frekar fátæklegur.“ Geðþjónustan þurfi líka mun stærra rými fyrir starfsemina. Eðli veikindanna krefjist þess. „Því það þarf stundum að hjúkra fólki og stundum getur fólk ekki verið með öðrum og það þarf mögulega meira pláss og meira næði. Þetta húsnæði er bara ekki nógu gott.“ Sjá nánar: Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna Reyna að koma í veg fyrir þvingandi meðferð Jóhann segir að á þeim tuttugu árum sem hún hafi unnið við geðhjúkrun hafi áherslan í auknum mæli verið lögð á að reyna að draga úr þvingunum eins og kostur er. „Það sem við gerðum fyrir fimmtán árum er úrelt í dag, og jafnvel fyrir fimm árum, við erum alltaf í þróun og að reyna að leita leiða til að sinna vinnunni okkar faglega og draga úr þvingunum eins og hægt er.“ Málaflokkurinn er eðli málsins samkvæmt viðkvæmur og þegar mistök verða inni á lokuðum geðdeildum þá geta þau reynst afdrifarík. Jóhanna segir að á sama tíma og reynt sé að draga úr þvingunum þá komi upp tilvik þar sem slíkt getur reynst nauðsynlegt. „Við erum alltaf meðvituð um meðalhófið. Við getum séð að einhver sé veikur en vill mögulega ekki þiggja hjálp og meðferð og þá þurfum við að skoða það gaumgæfilega hvort viðkomandi sé hættulegur sjálfum sér eða öðrum og hvort viðkomandi sé það alvarlega veikur að við sem heilbrigðisstarfsfólk værum ekki að sinna vinnunni okkar sem skyldi ef við grípum ekki inn í. Við þurfum alltaf að vega og meta hvaða ákvarðanir eru teknar og við verðum að geta rökstutt það ítarlega.“
Geðheilbrigði Umboðsmaður Alþingis Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12 Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Fjárskorturinn er slíkur að hann bitnar á þeim sem dvelja þarna“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að hér á landi þurfi nýja hugsun og nýja nálgun á geðheilbrigðismálin. Algert forgangsmál sé að bæta aðbúnað á geðdeildum og setja umtalsvert meira fjármagn í geðheilbrigðismálin. Í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis er fjallað um eftirlitsferð umboðsmanns á bráðageðdeild Landspítala. 1. september 2022 16:12
Ákvarðanir um sjúklinga á lokuðum geðdeildum teknar í „lagalegu tómarúmi“ Ákvarðanir um hagi sjúklinga sem dvelja á lokuðum geðdeildum eru teknar í „lagalegu tómarúmi.“ Þetta kemur fram í ársskýrslu umboðsmanns Alþingis. Skúli Magnússon umboðsmaður alþingis segir að þörf sé á heildstæðum endurbótum í málaflokknum. 31. ágúst 2022 17:38