Samfélaginu stafi raunveruleg ógn af peningaþvætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 19:00 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri segja peningaþvætti ógn við samfélög á margan máta. Vísir/Egill Þó nokkur mál hafa komið upp undanfarið hjá lögreglunni þar sem grunur er um stórfellt peningaþvætti og sífellt fleiri tilkynningar berast. Varaseðlabankastjóri segir hagkerfinu stafa raunveruleg ógn af slíkum glæpum Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur. Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur.
Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“