Ísland eitt landa leggur ekki gjöld á innfluttar unnar landbúnaðarvörur Erna Bjarnadóttir skrifar 6. september 2022 10:30 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar