Stympingar í Langholtshverfi eftir ólöglega flugeldasýningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2022 12:03 Kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna flugeldasýningar í brúðkaupi í hverfinu. Getty Fjöldinn allur af kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna ólöglegrar flugeldasýningar sem haldin var í tengslum við brúðkaup í Skipasundi. Óánægja á meðal nágranna í Langholtshverfi leiddi að lokum til stympinga. Íbúi í Langholtshverfi biðlar til nágranna að sýna náungakærleika. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi. Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi.
Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira