Munu kynna verkefnin á fjárfestadegi StartUp SuperNova Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2022 12:28 Frá Fjárfestadegi Startup SuperNova á síðasta ári. Klak Tíu teymi sem þátt hafa tekið í viðskiptahraðli Startup SuperNova munu kynna verkefni sín á sérstökum fjárfestadegi næstkomandi föstudag. Viðskiptahraðalinn stendur yfir í fimm vikur og er markmiðið að hraða framgangi þeirra fyrirtækja sem taka þátt og gera þau fjárfestingarhæf að hraðlinum loknum. Í tilkynningu segir að Startup SuperNova sé stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og vettvangur til tengslamyndunar við aðila í atvinnulífinu, reynda mentora og frumkvöðla sem hafi yfir að ráða þekkingu og reynslu á sprotaumhverfinu. „Í ár hófst hraðallinn á þriggja daga Masterclass þar sem fjölmargir sérfræðingar, fagfólk og frumkvöðlar í íslensku atvinnulífi miðluðu þekkingu sinni og reynslu til 56 sprotafyrirtækja. Tíu af þeim fyrirtækjum voru svo valin til áframhaldandi þátttöku í Startup SuperNova. Fyrirtæki sem valin voru í hraðalinn fengu fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristínu Soffíu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Klaks – Icelandic Startups, að hraðallinn hafi sannað sig sem gríðarlega mikilvægur vettvangur í sprotaferlinu. „Undanfarna tvo áratugi hefur KLAK stutt við og hjálpað fjöldamörgum sprotum að vaxa og dafna, og má þar nefna Meniga, Controlant og PLAIO sem dæmi. Sprotafyrirtækin tíu voru valin úr hópi 56 umsókna og það er aldrei að vita nema næsta íslenska stórfyrirtæki leynist þar á meðal,” segir í tilkynningunni um hraðalinn. Upplýsingar um verkefnin sem taka þátt í Startup SuperNova í ár: Bulby: Bulby er hugbúnaðarlausn sem byggir á rannsökuðum aðferðum til að efla sköpunargleði og hjálpa fólki að fá fleiri og meira skapandi hugmyndir til að leysa hin ýmsu vandamál. Aukin sköpunargleði getur ýtt undir bæði persónulegan og viðskiptalegan árangur, sem er sérstaklega mikilvægt núna þegar rannsóknir sýna að sköpunargleði er að minnka og eftirspurn er að aukast. Deed Delivery: Deed er fyrsti neytendamiðaði samskiptavettvangur fyrir pakkasendingar. Með Deed geta neytendur fylgst með öllum sínum sendingum á einum stað óháð því hvaða fyrirtæki sér um afhendingu. Í stað þess að þurfa að sækja allar upplýsingar á marga mismunandi staði geta neytendur og sendingafyrirtæki átt samskipti og haft yfirsýn með sendingum með Deed. Euneo: Við viljum auka lífsgæði einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvandamál með því að veita þeim aðgang að einstaklingsmiðaðri endurhæfingaráætlun og fræðslu unna af heilbrigðisstarfsmönnum. Snjallforritið okkar leiðir notendur í gegnum endurhæfingarferlið með því að hjálpa þeim að fylgjast með uppáskrifuðum æfingum og árangri og með því að veita þeim skýra og hnitmiðaða fræðslu um ástand sitt. FitTales: FitTales er smáforrit fyrir einstaklinga/hópa sem vilja skipuleggja hreyfinguna sína fyrirfram og hafa alla sína hreyfingarsögu á EINUM stað. Keeps: Keeps er hugbúnaðarlausn sem gerir ferðaþjónustuaðilum kleift að halda utan um allar sínar myndir á einum stað og deila myndum þaðan á helstu bókunarsíður og samfélagsmiðla. Lausnir Keeps snúa að einföldun ferla sem sparar ferðaþjónustuaðilum tíma, eykur sýnileikann hjá bókunarsíðunum og um leið söluna. LevelUp: LevelUp gerir fólki auðveldara að stunda fjölbreytta hreyfingu og áhugamál á aðgengilegri máta. Mindnes: Mindnes er sjálfvirkt tímaskráningar-app með gervigreind. Nóg er að innsetja appið og svo þarf notandinn ekkert að gera meira til að Mindnes byrji að flokka og skrá staðsetningar bæði innan og utanhúss. Appið býr sjálfkrafa til hitamyndir af því rými sem starfsmaður er inni í. Við bjóðum upp á ókeypis útgáfu sem er mjög áhugaverð en Premium útgáfan er seld í áskrift sem “addon” app fyrir öll vinsælustu verk og bókhaldskerfi heims svo sem Tempo, Sap, Oracle,Sage, Asana, Microsoft Dynamics 365 o.fl. Opus Futura: Veflausn sem hjálpar fjárfestum, fyrirtækjum og einstaklingum að spila betur saman á vinnumarkaði framtíðarinnar Sundra: Sundra er hugbúnaðarlausn sem einfaldar og sjálfvirknivæðir sköpun markaðsefnis. Notandinn þarf einungis að taka upp eitt myndband og Sundra umbreytir því í bloggfærslur, hljóðvörp, youtube myndband og séraðlagað efni fyrir hvern og einn af samfélagsmiðlunum. Nýsköpun Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Í tilkynningu segir að Startup SuperNova sé stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og vettvangur til tengslamyndunar við aðila í atvinnulífinu, reynda mentora og frumkvöðla sem hafi yfir að ráða þekkingu og reynslu á sprotaumhverfinu. „Í ár hófst hraðallinn á þriggja daga Masterclass þar sem fjölmargir sérfræðingar, fagfólk og frumkvöðlar í íslensku atvinnulífi miðluðu þekkingu sinni og reynslu til 56 sprotafyrirtækja. Tíu af þeim fyrirtækjum voru svo valin til áframhaldandi þátttöku í Startup SuperNova. Fyrirtæki sem valin voru í hraðalinn fengu fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Kristínu Soffíu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Klaks – Icelandic Startups, að hraðallinn hafi sannað sig sem gríðarlega mikilvægur vettvangur í sprotaferlinu. „Undanfarna tvo áratugi hefur KLAK stutt við og hjálpað fjöldamörgum sprotum að vaxa og dafna, og má þar nefna Meniga, Controlant og PLAIO sem dæmi. Sprotafyrirtækin tíu voru valin úr hópi 56 umsókna og það er aldrei að vita nema næsta íslenska stórfyrirtæki leynist þar á meðal,” segir í tilkynningunni um hraðalinn. Upplýsingar um verkefnin sem taka þátt í Startup SuperNova í ár: Bulby: Bulby er hugbúnaðarlausn sem byggir á rannsökuðum aðferðum til að efla sköpunargleði og hjálpa fólki að fá fleiri og meira skapandi hugmyndir til að leysa hin ýmsu vandamál. Aukin sköpunargleði getur ýtt undir bæði persónulegan og viðskiptalegan árangur, sem er sérstaklega mikilvægt núna þegar rannsóknir sýna að sköpunargleði er að minnka og eftirspurn er að aukast. Deed Delivery: Deed er fyrsti neytendamiðaði samskiptavettvangur fyrir pakkasendingar. Með Deed geta neytendur fylgst með öllum sínum sendingum á einum stað óháð því hvaða fyrirtæki sér um afhendingu. Í stað þess að þurfa að sækja allar upplýsingar á marga mismunandi staði geta neytendur og sendingafyrirtæki átt samskipti og haft yfirsýn með sendingum með Deed. Euneo: Við viljum auka lífsgæði einstaklinga sem glíma við stoðkerfisvandamál með því að veita þeim aðgang að einstaklingsmiðaðri endurhæfingaráætlun og fræðslu unna af heilbrigðisstarfsmönnum. Snjallforritið okkar leiðir notendur í gegnum endurhæfingarferlið með því að hjálpa þeim að fylgjast með uppáskrifuðum æfingum og árangri og með því að veita þeim skýra og hnitmiðaða fræðslu um ástand sitt. FitTales: FitTales er smáforrit fyrir einstaklinga/hópa sem vilja skipuleggja hreyfinguna sína fyrirfram og hafa alla sína hreyfingarsögu á EINUM stað. Keeps: Keeps er hugbúnaðarlausn sem gerir ferðaþjónustuaðilum kleift að halda utan um allar sínar myndir á einum stað og deila myndum þaðan á helstu bókunarsíður og samfélagsmiðla. Lausnir Keeps snúa að einföldun ferla sem sparar ferðaþjónustuaðilum tíma, eykur sýnileikann hjá bókunarsíðunum og um leið söluna. LevelUp: LevelUp gerir fólki auðveldara að stunda fjölbreytta hreyfingu og áhugamál á aðgengilegri máta. Mindnes: Mindnes er sjálfvirkt tímaskráningar-app með gervigreind. Nóg er að innsetja appið og svo þarf notandinn ekkert að gera meira til að Mindnes byrji að flokka og skrá staðsetningar bæði innan og utanhúss. Appið býr sjálfkrafa til hitamyndir af því rými sem starfsmaður er inni í. Við bjóðum upp á ókeypis útgáfu sem er mjög áhugaverð en Premium útgáfan er seld í áskrift sem “addon” app fyrir öll vinsælustu verk og bókhaldskerfi heims svo sem Tempo, Sap, Oracle,Sage, Asana, Microsoft Dynamics 365 o.fl. Opus Futura: Veflausn sem hjálpar fjárfestum, fyrirtækjum og einstaklingum að spila betur saman á vinnumarkaði framtíðarinnar Sundra: Sundra er hugbúnaðarlausn sem einfaldar og sjálfvirknivæðir sköpun markaðsefnis. Notandinn þarf einungis að taka upp eitt myndband og Sundra umbreytir því í bloggfærslur, hljóðvörp, youtube myndband og séraðlagað efni fyrir hvern og einn af samfélagsmiðlunum.
Nýsköpun Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira