Gera ráð fyrir 6,2 milljónum í gegnum flugvöllinn á árinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 16:27 Búist er við að á sjöundu milljón farþega leggi leið sína um Keflavíkurflugvöll áður en árið er úti. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að 6,2 milljónir farþega fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en farþegaspá Isavia frá því í maí gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur jafnframt fram að hin uppfærða farþegaspá geri ráð fyrir 1,6 milljón fleiri farþegum en sú spá sem gefin var út í upphafi árs. Þrátt fyrir mikla fjölgun hafi starfsfólki vallarins tekist að tryggja að þjónusta við farþega hafi gengið greiðlega í sumar. „Sumarið fór fram úr væntingum okkar. Nú í vetur stefna tuttugu flugfélög að því að heimsækja okkur, sem er mesti fjöldi sem hingað hefur flogið að vetri til. Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga,“ er haft eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðarþróunar hjá Isavia. Fleiri í ágúst 2022 en 2019 Samkvæmt tilkynningunni gera bráðabirgðatölur ráð fyrir því að rúmlega 841 þúsund farþegar hafi farið í gegnum völlinn í ágúst, sem eru fleiri farþegar en í ágúst 2019, síðasta ágústmánuði fyrir faraldurinn. „Það eru tæplega 2,4 milljónir farþega í júní, júlí og ágúst í sumar samanborið við tæplega 2,5 milljónir sömu mánuði ársins 2019. Flogið var til 76 áfangastaða í ágúst og voru vinsælustu áfangastaðirnir Kaupmannahöfn, París, Boston, New York og Frankfurt,“ segir þá í tilkynningunni. „Þökk sé okkar frábæra starfsfólki hefur gengið vel að takast á við þessa hröðu fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli frá því í vor og við höfum haldið okkar þjónustustigi uppi. Farþegatölur í júlí fóru fram úr sama mánuði fyrir heimsfaraldur, rétt eins og bráðabirgðatölur benda til að hafi verið í ágúst. Meðalbiðtími í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli hefur haldist í eða undir því viðmiði sem við setjum okkur og innritun hefur heilt yfir gengið vel þrátt fyrir miklar framkvæmdir á vellinum. Þannig skapaðist ekki það krefjandi ástand sem sagt hefur verið frá á flugvöllum víða annar staðar í heiminum. Öflugur og samhentur hópur starfsfólks á Keflavíkurflugvelli á hrós skilið fyrir vaska framgöngu við að þjónusta ferðafólk,“ er haft eftir Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og rekstrar hjá Isavia. Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur jafnframt fram að hin uppfærða farþegaspá geri ráð fyrir 1,6 milljón fleiri farþegum en sú spá sem gefin var út í upphafi árs. Þrátt fyrir mikla fjölgun hafi starfsfólki vallarins tekist að tryggja að þjónusta við farþega hafi gengið greiðlega í sumar. „Sumarið fór fram úr væntingum okkar. Nú í vetur stefna tuttugu flugfélög að því að heimsækja okkur, sem er mesti fjöldi sem hingað hefur flogið að vetri til. Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga,“ er haft eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðarþróunar hjá Isavia. Fleiri í ágúst 2022 en 2019 Samkvæmt tilkynningunni gera bráðabirgðatölur ráð fyrir því að rúmlega 841 þúsund farþegar hafi farið í gegnum völlinn í ágúst, sem eru fleiri farþegar en í ágúst 2019, síðasta ágústmánuði fyrir faraldurinn. „Það eru tæplega 2,4 milljónir farþega í júní, júlí og ágúst í sumar samanborið við tæplega 2,5 milljónir sömu mánuði ársins 2019. Flogið var til 76 áfangastaða í ágúst og voru vinsælustu áfangastaðirnir Kaupmannahöfn, París, Boston, New York og Frankfurt,“ segir þá í tilkynningunni. „Þökk sé okkar frábæra starfsfólki hefur gengið vel að takast á við þessa hröðu fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli frá því í vor og við höfum haldið okkar þjónustustigi uppi. Farþegatölur í júlí fóru fram úr sama mánuði fyrir heimsfaraldur, rétt eins og bráðabirgðatölur benda til að hafi verið í ágúst. Meðalbiðtími í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli hefur haldist í eða undir því viðmiði sem við setjum okkur og innritun hefur heilt yfir gengið vel þrátt fyrir miklar framkvæmdir á vellinum. Þannig skapaðist ekki það krefjandi ástand sem sagt hefur verið frá á flugvöllum víða annar staðar í heiminum. Öflugur og samhentur hópur starfsfólks á Keflavíkurflugvelli á hrós skilið fyrir vaska framgöngu við að þjónusta ferðafólk,“ er haft eftir Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og rekstrar hjá Isavia.
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira