Ekkert fær Håland stöðvað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 09:00 Þó þriðjudagur hafi verið fallegur dagur í Sevilla þá fannst Bono það eflaust ekki er hann fékk á sig fjögur mörk. EPA-EFE/Julio Munoz Norski framherjinn Erling Braut Håland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Englandsmeistara Manchester City. Hann hefur raðað inn mörkum í ensku úrvalsdeildinni og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í öruggum 4-0 sigri á Sevilla. Þegar það var staðfest að Håland hefði samið við Man City var talið að mögulega þyrfti framherjinn nokkrar vikur til að komast í takt við lið Pep Guardiola. Hans fyrrum lið Borussia Dortmund spilar nefnilega ekki fótbolta á sama hátt og Man City. Erling Haaland completed just 5 passes in the first half. Yet he had 4 shots, accumulating 0.94 xG.True efficiency pic.twitter.com/A61uDJ07Y6— The Analyst (@OptaAnalyst) September 6, 2022 Þær áhyggjur voru að öllu óþarfar þar sem Norðmaðurinn ungi þarf lítið að pæla í að spila boltanum og aðeins að pæla í að þruma honum í netið. Fyrir leikinn gegn Sevilla á þriðjudag hafði skorað tíu deildarmörk í aðeins sex leikjum. Ef honum tekst að halda þeirri tölfræði – það er að skora 1,6 mark í leik – þá mun Håland rústa markameti deildarinnar. Framherjinn sýndi svo að það er lítill munur á Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni. Allavegar þegar kemur að því að setja boltann í netið. Hann skoraði á tuttugustu mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Annað markið kom svo á 67. mínútu en þremur mínútum síðar var framherjinn tekinn af velli. Håland er fyrsti leikmaðurinn til að skora í bæði sínum fyrsta deildar- og Meistaradeildarleik fyrir Man City. Þá er hann í fámennum hópi leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir þrjú mismunandi félög í Meistaradeild Evrópu. Hinir eru Fernando Morientes, Javier Saviola og Zlatan Ibrahimović. 3 - Erling Haaland is the fourth player in UEFA Champions League history to score in his first appearance for three different teams (Salzburg, Borussia Dortmund and Man City), after Fernando Morientes, Javier Saviola and Zlatan Ibrahimovic. Introduction. pic.twitter.com/POz5iuDRCL— OptaJoe (@OptaJoe) September 6, 2022 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Håland nú skorað 20 mörk fyrir Salzburg, Dortmund og Man City í deild þeirra bestu. Aðeins hafa 36 leikmenn skorað fleiri mörk en hann í keppninni. Vissulega á framherjinn ungi langt í land með að ná Cristiano Ronaldo sem trónir á toppi listans yfir markahæstu menn keppninnar frá upphafi með 141 mark en aðeins Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað yfir 100 mörk í keppninni. Það skyldi engan undra ef Håland verður sá þriðji þegar fram líða stundir. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Þegar það var staðfest að Håland hefði samið við Man City var talið að mögulega þyrfti framherjinn nokkrar vikur til að komast í takt við lið Pep Guardiola. Hans fyrrum lið Borussia Dortmund spilar nefnilega ekki fótbolta á sama hátt og Man City. Erling Haaland completed just 5 passes in the first half. Yet he had 4 shots, accumulating 0.94 xG.True efficiency pic.twitter.com/A61uDJ07Y6— The Analyst (@OptaAnalyst) September 6, 2022 Þær áhyggjur voru að öllu óþarfar þar sem Norðmaðurinn ungi þarf lítið að pæla í að spila boltanum og aðeins að pæla í að þruma honum í netið. Fyrir leikinn gegn Sevilla á þriðjudag hafði skorað tíu deildarmörk í aðeins sex leikjum. Ef honum tekst að halda þeirri tölfræði – það er að skora 1,6 mark í leik – þá mun Håland rústa markameti deildarinnar. Framherjinn sýndi svo að það er lítill munur á Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildinni. Allavegar þegar kemur að því að setja boltann í netið. Hann skoraði á tuttugustu mínútu eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Annað markið kom svo á 67. mínútu en þremur mínútum síðar var framherjinn tekinn af velli. Håland er fyrsti leikmaðurinn til að skora í bæði sínum fyrsta deildar- og Meistaradeildarleik fyrir Man City. Þá er hann í fámennum hópi leikmanna sem hafa skorað í sínum fyrsta leik fyrir þrjú mismunandi félög í Meistaradeild Evrópu. Hinir eru Fernando Morientes, Javier Saviola og Zlatan Ibrahimović. 3 - Erling Haaland is the fourth player in UEFA Champions League history to score in his first appearance for three different teams (Salzburg, Borussia Dortmund and Man City), after Fernando Morientes, Javier Saviola and Zlatan Ibrahimovic. Introduction. pic.twitter.com/POz5iuDRCL— OptaJoe (@OptaJoe) September 6, 2022 Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Håland nú skorað 20 mörk fyrir Salzburg, Dortmund og Man City í deild þeirra bestu. Aðeins hafa 36 leikmenn skorað fleiri mörk en hann í keppninni. Vissulega á framherjinn ungi langt í land með að ná Cristiano Ronaldo sem trónir á toppi listans yfir markahæstu menn keppninnar frá upphafi með 141 mark en aðeins Ronaldo og Lionel Messi hafa skorað yfir 100 mörk í keppninni. Það skyldi engan undra ef Håland verður sá þriðji þegar fram líða stundir.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira