Það voru þau Jón Arnar Sigurjónsson og Sóley Svansdóttir sem sigruðu 59 kílómetra flokkinn. Jón Arnar fyrir hönd Víkings á tímanum 01:35:02 og Sóley Svansdóttir fyrir Hjólreiðafélag Akureyrar með tímann 01:42:28.
Í 43 kílómetra flokknum báru Reynir Guðjónsson og Steina Kristín Ingólfsson sigur úr býtum. Reynir hjólaði 43 kílómetra á tímanum 01:02:57 og Steina Kristín á tímanum 01:05:23.
Í dag fór fram KIA Krakkahringurinn í ólíkt betra veðri - glampandi sól. Hringinn þekkja Selfyssingar sem Votmúlahringinn en hann er 12 kílómetra langur. Að sögn mótshaldarans Einars Bárðarssonar var gleðin við völd eins og sjá má hér að neðan.