Ábyrgðin á Sælukoti liggur hjá Reykjavíkurborg Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir og Eva Drífudóttir skrifa 12. september 2022 11:00 Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg? Sömuleiðis kemur fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið. Það byggi á kærleika og nýhúmanisma sem sé einfaldlega þannig að fólk sé gott og ástúðlegt, sérstaklega við börn. Þetta er allt gott og blessað, og enginn ætti að fetta fingur út í svo fallegt fyrirkomulag. Börnin syngja um Baba og vinna við leikskólann hefur gegnum tíðina oft verið byggð á sjálfboðastarfi. Þetta vissum við sem unnum allar á ólíkum tíma við leikskólann. Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans. Lýsingar á henni koma fram í bréfi sem við sendum á Reykjavíkurborg og fleiri í nóvember í fyrra og lesa má hér. Við vitum það fyrir víst að um árabil hafa leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu í Sælukoti. Vinna þeirra hefur einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla þær skildur sem Reykjavíkurborg þó gerir um leikskólastarfið. Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni. Á Sælukoti er ekki unnið eftir Aðalnámskrá og innan leikskólans er lítil sem engin fagmenntun. En eins áður hefur komið fram hjá okkur þá sækja leikskólakennarar sjaldan um starf á leikskólanum og ef þeir villast þangað inn staldra þeir stutt við. Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila. Þetta allt veit starfsfólk, embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Þroskaþjálfar, sálfræðingar, Félag stjórnenda í leikskólum o.s.frv. Og þetta vita líka kjörnir borgarfulltrúarar sem fara með vald og eiga að sýna ábyrgð. En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni. Elínu sendum við ást og frið til baka og óskum henni alls góðs. Hún sem hefur unnið á leikskólanum í tvo mánuði, ber ekki ábyrgð á því ástandi sem þar hefur skapast. Við ætlum hins vegar ekki að standa í frekari bréfaskiftum við hana sem getur ekki svarað fyrir a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg. Hún liggur hjá Skúla Helgasyni, fyrrverandi yfirmanns skóla- og frístundasviðs, Helga Grímssyni, sviðstjóra skóla-og frístundasviðs, Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra fagskrifstofu leikskólamála, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, núverandi formanni skóla- og frístundasviðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Við biðjum og vonum að ekki þurfi stórslys til að loka þessum leikskóla eða umbreyta starfsemi hans. Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. 9. september 2022 13:01 Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. 7. september 2022 09:31 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali á Bylgjunni við Elínu Halldórsdóttur leikskólastjóra á Sælukoti, þann 9. september síðastliðinn, kemur fram að rekstrarstjóri Sælukots sé nunna í Ananda Marga samtökunum sem vinnur mikla sjálfboðavinnu og óeigingjarnt starf. Hún hafi með áralöngu striti náð að kaupa raðhús í Skerjafirði sem sé hluti af fjárfestingu Ananda Marga samtakanna sem ætli sér að stækka leikskólann. Þetta er reyndar hlægilega einfalt svar en í framhaldi af því vakna hjá okkur spurningar um arðinn. Hver þiggur arð upp á 41,8 mkr? Og, hverjir standa á bak við leikskólann? Hverjir eru í Sælutröð og hafa þeir einhver tengsl við Reykjavíkurborg? Sömuleiðis kemur fram í viðtalinu að lítill reglurammi og skriffinnska sé í kringum leikskólastarfið. Það byggi á kærleika og nýhúmanisma sem sé einfaldlega þannig að fólk sé gott og ástúðlegt, sérstaklega við börn. Þetta er allt gott og blessað, og enginn ætti að fetta fingur út í svo fallegt fyrirkomulag. Börnin syngja um Baba og vinna við leikskólann hefur gegnum tíðina oft verið byggð á sjálfboðastarfi. Þetta vissum við sem unnum allar á ólíkum tíma við leikskólann. Við þekkjum líka allar hina hliðina á góðvild og ástúð rekstrarstjórans. Lýsingar á henni koma fram í bréfi sem við sendum á Reykjavíkurborg og fleiri í nóvember í fyrra og lesa má hér. Við vitum það fyrir víst að um árabil hafa leikskólastjórar einungis starfað í lítilli prósentu í Sælukoti. Vinna þeirra hefur einkum falist í því að rita skýrslur og uppfylla þær skildur sem Reykjavíkurborg þó gerir um leikskólastarfið. Starfsfólk leikskólans hefur ekki þekkt leikskólastjórana í sjón enda stjórnar rekstrarstjórinn, nunnan, með mýkt eða harðneskju, eftir því hvernig liggur á henni. Á Sælukoti er ekki unnið eftir Aðalnámskrá og innan leikskólans er lítil sem engin fagmenntun. En eins áður hefur komið fram hjá okkur þá sækja leikskólakennarar sjaldan um starf á leikskólanum og ef þeir villast þangað inn staldra þeir stutt við. Sérkennsla er sjaldnast til staðar og lítið er sóst eftir þátttöku utanaðkomandi aðila. Þetta allt veit starfsfólk, embættismenn og stjórnendur hjá Reykjavíkurborg. Þroskaþjálfar, sálfræðingar, Félag stjórnenda í leikskólum o.s.frv. Og þetta vita líka kjörnir borgarfulltrúarar sem fara með vald og eiga að sýna ábyrgð. En það er auðvelt að stinga höfðinu í sandinn og vona að hlutirnir reddist, sérstaklega þegar leikskólapláss vantar í borginni. Elínu sendum við ást og frið til baka og óskum henni alls góðs. Hún sem hefur unnið á leikskólanum í tvo mánuði, ber ekki ábyrgð á því ástandi sem þar hefur skapast. Við ætlum hins vegar ekki að standa í frekari bréfaskiftum við hana sem getur ekki svarað fyrir a.m.k. sex ára vanrækslu á Sælukoti. Þar liggur ábyrgðin hjá Reykjavíkurborg. Hún liggur hjá Skúla Helgasyni, fyrrverandi yfirmanns skóla- og frístundasviðs, Helga Grímssyni, sviðstjóra skóla-og frístundasviðs, Ólafi Brynjari Bjarkasyni, skrifstofustjóra fagskrifstofu leikskólamála, Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, núverandi formanni skóla- og frístundasviðs og öðrum kjörnum fulltrúum. Við biðjum og vonum að ekki þurfi stórslys til að loka þessum leikskóla eða umbreyta starfsemi hans. Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóri María Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Eva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaður
Vegna umfjöllunar um leikskólann Sælukot Ég undirrituð hef þurft að lesa greinar og hlusta á viðtöl í fjölmiðlum síðustu 2 daga þar sem fram koma ótrúlegustu rangfærslur um skólastarf leikskólans Sælukots sem á að baki 46 ára starf. 9. september 2022 13:01
Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. 7. september 2022 09:31
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun