Aðstoðum Úkraínu með 1% af fjárlögum, við eigum allt undir Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 12. september 2022 15:31 Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Við sem smáþjóð eigum allt undir því að samskipti þjóða byggi á lögum og samningum og gagnkvæmri virðingu. Að hægt sé að stunda eðlileg viðskipti og önnur gagnleg samskipti. Við eigum allt undnir því að fullveldi þjóða, stórra og smárra, sé virt af öllum hinum. Að í alþjóða samskiptum gildi ekki hnefaréttur þeirra stóru, að sá stóri geti kramið þann litla á meðan aðrir horfi aðgerðalausir á. Ef heimurinn væri þannig myndi sjálfstætt Ísland verða skammvinnt ástand í veraldarsögunni. Við, þótt lítil séum, eigum því að aðstoða Úkraínu eins og við getum. En við getum ekki sent þeim vopn, við getum ekki tekið hingað úkraínska hermenn í þjálfun, við höfum ekki leyniþjónustu sem getur aflað gagnlegra upplýsinga. Okkar styrkur er ekkert af þessu. Okkar styrkur er að vera rík þjóð. Ein af þeim allra ríkustu. Og öfugt við nágranna okkar þá þurfum við ekki að fást við fordæmalausan orkuskort sem rýrir lífskjör fólks um alla Evrópu um þessar mundir. Við græðum á háu orkuverði á meðan nágrannar okkar þjást. En samt ætla þeir að hjálpa Úkraínu meira en við gerum. Við ættum því að veita Úkraínu efnahagsaðstoð sem samsvarar 1% af fjárlögum. Minna má það ekki vera, er eiginlega of lítið, 2% væri mun eðlilegra. Til að afla tekna eitthvað upp í þessi útgjöld ættum við að taka til skoðunar að hækka kolefnisgjald á bensín og olíur. Um kannski 10-20 kr/l. Það mun gera það að verkum að við munum nota örlítið minna af olíu. En nota örlítið meira af grænni orku. En það er einmitt það sem við viljum gera burtséð frá stríði í Evrópu. Það er enda miklu meiri þörf á að brenna einum lítra af olíu í aðþrengdri Úkraínu en á lánsömu Íslandi. Varminn af þeim bruna er mun betur kominn hjá hrjáðum Úkraínumönnum en í íslenskum orkualsnægtum. Fjárlög voru kynnt í dag, 12. September 2022. Þetta er mín tillaga að breytingu fjárlaga. Áfram Úkraína, Slava Ukraini Höfundur er lektor, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Við sem smáþjóð eigum allt undir því að samskipti þjóða byggi á lögum og samningum og gagnkvæmri virðingu. Að hægt sé að stunda eðlileg viðskipti og önnur gagnleg samskipti. Við eigum allt undnir því að fullveldi þjóða, stórra og smárra, sé virt af öllum hinum. Að í alþjóða samskiptum gildi ekki hnefaréttur þeirra stóru, að sá stóri geti kramið þann litla á meðan aðrir horfi aðgerðalausir á. Ef heimurinn væri þannig myndi sjálfstætt Ísland verða skammvinnt ástand í veraldarsögunni. Við, þótt lítil séum, eigum því að aðstoða Úkraínu eins og við getum. En við getum ekki sent þeim vopn, við getum ekki tekið hingað úkraínska hermenn í þjálfun, við höfum ekki leyniþjónustu sem getur aflað gagnlegra upplýsinga. Okkar styrkur er ekkert af þessu. Okkar styrkur er að vera rík þjóð. Ein af þeim allra ríkustu. Og öfugt við nágranna okkar þá þurfum við ekki að fást við fordæmalausan orkuskort sem rýrir lífskjör fólks um alla Evrópu um þessar mundir. Við græðum á háu orkuverði á meðan nágrannar okkar þjást. En samt ætla þeir að hjálpa Úkraínu meira en við gerum. Við ættum því að veita Úkraínu efnahagsaðstoð sem samsvarar 1% af fjárlögum. Minna má það ekki vera, er eiginlega of lítið, 2% væri mun eðlilegra. Til að afla tekna eitthvað upp í þessi útgjöld ættum við að taka til skoðunar að hækka kolefnisgjald á bensín og olíur. Um kannski 10-20 kr/l. Það mun gera það að verkum að við munum nota örlítið minna af olíu. En nota örlítið meira af grænni orku. En það er einmitt það sem við viljum gera burtséð frá stríði í Evrópu. Það er enda miklu meiri þörf á að brenna einum lítra af olíu í aðþrengdri Úkraínu en á lánsömu Íslandi. Varminn af þeim bruna er mun betur kominn hjá hrjáðum Úkraínumönnum en í íslenskum orkualsnægtum. Fjárlög voru kynnt í dag, 12. September 2022. Þetta er mín tillaga að breytingu fjárlaga. Áfram Úkraína, Slava Ukraini Höfundur er lektor, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun