Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2022 23:13 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki er nema rúmur áratugur frá því dapurt var yfir atvinnumálum í Skagafirði. Fólki fækkaði en sveitarstjórinn Sigfús Ingi Sigfússon segir Sauðárkrók hafa farið illa út úr niðurskurði ríkisins eftir bankahrunið 2008. Frá Sauðárkróki. Þar búa núna um 2.600 manns af um 4.100 íbúum sveitarfélagsins Skagafjarðar.Egill Aðalsteinsson „Hér fækkaði um tugi opinberra starfa. Ég held að það hafi verið yfir fimmtíu stöðugildi. Og íbúum fækkaði mjög á tímabili,“ segir Sigfús. Sveitarfélagið hafi brugðist við með ýmsum aðgerðum, eins og að fella niður gatnagerðargjöld. „En núna er svo komið að hér er bara byggt og byggt og byggt. Núna eru í byggingu í Skagafirði á milli fimmtíu og sextíu íbúðir á mismunandi byggingarstigum,“ segir sveitarstjórinn. Frá Sauðárkróki. Ný íbúðahverfi rísa syðst í bænum.Egill Aðalsteinsson Sigfús segir að um tíma hafi sveitarfélagið vart haft undan við að skipuleggja nýjar lóðir en gríðarleg áhersla hafi verið lögð á skipulagsmál. „Það er verið að byggja hér á Króknum. Það er verið að byggja í dreifbýlinu. Það er verið að byggja í Varmahlíð. Við erum að klára deiliskipulag á Hofsósi. Þannig að við erum svona að ná að klára að útbúa lóðir fyrir þessa eftirspurn.“ Úr Varmahlíð í Skagafirði.Vilhelm Gunnarsson Sigfús segir að bara frá því í vor hafi íbúum Skagafjarðar fjölgað um tuttugu til þrjátíu manns. Það gleðilega sé að fólki fjölgi einnig í dreifbýlinu. Hann segir atvinnulíf í Skagafirði sterkt og fjölbreytt. Einnig hafi sveitarfélagið fjárfest í innviðum, eins og með lagningu hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli. „Og það bara sýnir sig að fólksfjölgunin bara eltir þessar framkvæmdir. Fólk getur í dag valið hvar það vill búa. Það hefur þessi tækifæri; það hefur heita vatnið, ljósleiðarann, getur unnið hvar sem er störf án staðsetningar. Þetta skiptir máli.“ Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason Þjónusta við íbúana skipti einnig máli. „Það er gleðilegt að segja frá því að núna í haust erum við að taka við á leikskólum - hér á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum - börn frá tólf mánaða aldri. Það er bara mjög ánægjulegt að geta mætt þessari þjónustuþörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að ekki er nema rúmur áratugur frá því dapurt var yfir atvinnumálum í Skagafirði. Fólki fækkaði en sveitarstjórinn Sigfús Ingi Sigfússon segir Sauðárkrók hafa farið illa út úr niðurskurði ríkisins eftir bankahrunið 2008. Frá Sauðárkróki. Þar búa núna um 2.600 manns af um 4.100 íbúum sveitarfélagsins Skagafjarðar.Egill Aðalsteinsson „Hér fækkaði um tugi opinberra starfa. Ég held að það hafi verið yfir fimmtíu stöðugildi. Og íbúum fækkaði mjög á tímabili,“ segir Sigfús. Sveitarfélagið hafi brugðist við með ýmsum aðgerðum, eins og að fella niður gatnagerðargjöld. „En núna er svo komið að hér er bara byggt og byggt og byggt. Núna eru í byggingu í Skagafirði á milli fimmtíu og sextíu íbúðir á mismunandi byggingarstigum,“ segir sveitarstjórinn. Frá Sauðárkróki. Ný íbúðahverfi rísa syðst í bænum.Egill Aðalsteinsson Sigfús segir að um tíma hafi sveitarfélagið vart haft undan við að skipuleggja nýjar lóðir en gríðarleg áhersla hafi verið lögð á skipulagsmál. „Það er verið að byggja hér á Króknum. Það er verið að byggja í dreifbýlinu. Það er verið að byggja í Varmahlíð. Við erum að klára deiliskipulag á Hofsósi. Þannig að við erum svona að ná að klára að útbúa lóðir fyrir þessa eftirspurn.“ Úr Varmahlíð í Skagafirði.Vilhelm Gunnarsson Sigfús segir að bara frá því í vor hafi íbúum Skagafjarðar fjölgað um tuttugu til þrjátíu manns. Það gleðilega sé að fólki fjölgi einnig í dreifbýlinu. Hann segir atvinnulíf í Skagafirði sterkt og fjölbreytt. Einnig hafi sveitarfélagið fjárfest í innviðum, eins og með lagningu hitaveitu og ljósleiðara í dreifbýli. „Og það bara sýnir sig að fólksfjölgunin bara eltir þessar framkvæmdir. Fólk getur í dag valið hvar það vill búa. Það hefur þessi tækifæri; það hefur heita vatnið, ljósleiðarann, getur unnið hvar sem er störf án staðsetningar. Þetta skiptir máli.“ Hólar í Hjaltadal.Sigurjón Ólason Þjónusta við íbúana skipti einnig máli. „Það er gleðilegt að segja frá því að núna í haust erum við að taka við á leikskólum - hér á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum - börn frá tólf mánaða aldri. Það er bara mjög ánægjulegt að geta mætt þessari þjónustuþörf,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45 Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Sjá meira
Sameinað Sveitarfélag Skagafjarðar og Akrahrepps fær nafn Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi 13. júní síðastliðinn að nýtt nafn sameinaðs Sveitarfélags Skagafjarðar og Akrahrepps skuli bera nafnið Skagafjörður. 17. júní 2022 07:45
Skagfirðingar sameinast Tillaga um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í dag. Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verður kjörin 14. maí næstkomandi og tekur sameinað sveitarfélag gildi fimmtánda dögum síðar. 19. febrúar 2022 23:52