Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2022 10:29 Valgarður L. Jónsson er forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Í júlí boðaði Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra til gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári til þess að fjármagna gerð Fjarðarheiðarganga. Göngin verða rúmlega þrettán kílómetra löng og kosta allt að 47 milljarða króna. Á fundi bæjarstjórnar Akranessbæjar er þessum áformum mótmælt. Þá hvetja þeir ráðherrann til þess að frekar huga að því að byggja ný Hvalfjarðargöng en að hefja gjaldtöku í þeim sem nú eru í notkun. Einstök framkvæmd Í fundargerð bæjarstjórnar segir að Hvalfjarðargöngin séu einstök framkvæmd þar sem þau eru einu neðansjávargöngin á Íslandi, eina einkaframkvæmdin í íslenska vegakerfinu, fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndunum og eina vegaframkvæmd landsins sem er að fullu greidd með notendagjöldum. Því væri sérlega ósanngjarnt að hefja gjaldtöku þar á ný. „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar landsins njóti jafnræðis óháð búsetu,“ segir fundargerðinni og bendir bæjarstjórn á að að ríkið hafi staðið fyrir uppbyggingu dýrra samgöngumannvirkja um allt land án þess að notendur greiði fyrir uppbyggingu þeirra, að Vaðlaheiðargöngum undanskildum. „Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hvalfjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra,“ segir í fundargerðinni. Mótmæla fyrirætlunum ráðherra Ráðherra er hvattur til þess að líta til aðferðafræðinnar við undirbúning og bygginu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alútboði en innheimta hófst ekki fyrr en mannvirkið var fullbúið og opið fyrir umferð. „Bæjarstjórn mótmælir hins vegar harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp,“ segir í ályktuninni. Gífurleg hækkun verðs árskorta Á fundi bæjarstjórnar í gær var einnig rætt um hækkun verðs árskorta fyrir fullorðna í landsbyggðarstrætó. Í fyrrasumar var verð á árskorti hækkað úr 140.000 krónum í 239.200 krónur. Rúmlega sjötíu prósenta hækkun. Bæjarstjórn segir að við yfirferð á gjaldskránni vakni alvarlegar spurningar um jafnræði íbúa óháð búsetu. Árskort fyrir íbúa Norðurlands sem gildir frá Staðarskála til Egilsstaða kosti til dæmis áttatíu þúsund krónum minna þrátt fyrir mun lengri vegalengd en milli Akraness og Höfuðborgarsvæðisins. Strætó númer 57 keyrir frá Reykjavík til Akureyrar, með stoppi á Akranesi.Akranes Gera alvarlega athugasemd „Bæjarstjórn leggur áherslu á að gjaldskrá Strætó vegna ferða á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins taki mið af vegalengdinni á milli þessara svæða og að afsláttarkjör vegna magnferða (árskort og árshlutakort) séu í samræmi við fargjald fyrir stakar ferðir,“ segir í fundargerðinni. Í fundargerðinni segir að bæjarstjórn geri alvarlega athugasemd við það að ekki hafi verið haft betra samráð við sveitarfélagið áður en gripið var til svo mikilla verðhækkana. Óskað er eftir betra og tíðara samtali við forsvarsmenn Vegagerðarinnar vegna reksturs og þjónustu landsbyggðarstrætó. Báðar ályktanir bæjarstjórnar voru samþykktar af öllum þeim bæjarfulltrúum sem sátu fundinn.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Strætó Vegagerð Byggðamál Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira