Innherji á Vísi færður fyrir aftan greiðsluvegg Tinni Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:01 Innherji býður lesendum sínum upp á dýpri umfjöllun um viðskipti og efnahagsmál. vísir Frá og með deginum í dag verður viðskiptamiðillinn Innherji á Vísi í áskrift og færður fyrir aftan greiðsluvegg. Samhliða þessu er ný innskráning á Vísi kynnt til leiks þar sem notast er við rafræn skilríki. Þegar fram líða stundir verður ýmis önnur þjónusta í boði fyrir innskráða lesendur. Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum. Fjölmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum.
Fjölmiðlar Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira