Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 09:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevlla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. „Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
„Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira