Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2022 07:27 ES-30 vélin verður fjögurra hreyfla hávængja. Rafhlöðurnar verða í kassanum undir miðjum skrokknum. Heart Aerospace Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár. Icelandair og Heart Aerospace höfðu áður skrifað undir viljayfirlýsingu um nítján sæta rafmagnsflugvél, ES-19, sem átti að verða tilbúin árið 2026. Ný útfærsla af vélinni, ES-30, mun koma í stað hennar, og verður með þrjátíu sætum, og segir Icelandair að hún muni nýtast vel í innanlandsflugi á Íslandi. Í kynningu Heart Aerospace var flugvélin sýnd í litum Icelandair á lista yfir flugfélög sem ritað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup.Heart Aerospace Nýja gerðin verður 22,7 metra löng, 5,2 metrum lengri en sú fyrri. Vænghafið hefur breikkað úr 23 metrum á ES-19 í 30,77 metra á ES-30. Farþegarýmið verður talsvert stærra, víkkar úr 1,46 metrum upp í 2,21 metra, sem gefur færi á 2+1 sætaskipan í ES-30 miðað við 1+1 sætaskipan í ES-19. Þótt hún sé gefin upp fyrir 30 sæti býður rýmið einnig upp á 34 sæta útfærslu með þrengra bili á milli sæta, eða 29 tommur. Þá gerir hönnun hennar ráð fyrir að síðar verði hægt að smíða lengri útgáfu með allt að 50 sætum. Í farþegarýminu er gert ráð fyrir 2+1 sætaskipan.Heart Aerospace Fjölgun farþegasæta úr nítján í þrjátíu er ekki eina breytingin. Áður var miðað við að hún gengi eingöngu fyrir rafmagni en núna er gert ráð að hún verði tvinnvél og geti einnig gengið á flugvélaeldsneyti. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, útskýrir breytinguna með því að ES-19 vélin hafi upphaflega eingöngu verið hugsuð fyrir norrænan heimamarkað. Eftir að tilkynnt hafi verið um smíði hennar hafi óskir komið alls staðar að úr heiminum. Flugvélin var kynnt í flugskýli í Gautaborg síðastiðinn fimmtudag. Anders Forslund, forstjóri og stofnandi Heart Aerospace, á sviðinu.Heart Aerospace „ES-19 var sérsniðin fyrir norræna markaði. Til að búa til flugvél sem getur flogið alls staðar þurfti að breyta henni,“ segir Forslund. Breyta hafi þurft farangursrýminu. Þyngd rafhlaðna hafi verið krefjandi og jafnframt hafi öryggiskröfur um minnst 45 mínútna varaafl, eða 100 sjómílur, kallað á uppfærslu í stærri vél. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace.Heart Aerospace Í kynningu Heart Aerospace og Icelandair á flugvélinni kemur fram að drægni hennar verði um 200 kílómetrar með 30 farþega á rafmagni eingöngu, 400 kílómetrar með blöndu af rafmagni og sjálfbæru flugvélaeldsneyti, en allt að 800 kílómetrar með 25 farþega. „Þannig gæti flugvélin nýst á öllum flugleiðum innanlands og dregið umtalsvert úr kolefnislosun,“ segir Icelandair. Grind er komin að frumeintakinu.Heart Aerospace Heart gerir jafnframt ráð fyrir að flugdrægni aukist eftir því sem rafhlöðutækni vindur fram. Árið 2035 komist hún 300 kílómetra á rafmagni og 500 kílómetra sem tvinnvél, og fyrir árið 2040 komist hún 400 kílómetra á rafmagni og 600 kílómetra sem tvinnvél. Áætlað er að hún þurfi 1.100 metra langa flugbraut, fljúgi í allt að 20 þúsund feta hæð og þrjátíu mínútur taki að hlaða rafhlöðurnar á milli flugferða með hraðhleðslu. Með rafmótorum verði hún mjög hljóðlát. Úr þróunarsetri Heart Aerospace.Heart Aerospace Sama dag og Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsinguna um stærri vélina síðastliðinn fimmtudag skýrði Heart Aerospace frá því að kanadíska flugfélagið Air Canada og sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab hefðu bæst í hluthafahópinn, jafnframt því sem Air Canada hefði pantað þrjátíu eintök af vélinni. Áður voru United Airlines og SAS orðnir hluthafar. Flugvélaverksmiðjurnar verða í Gautaborg í Svíþjóð. United Airlines og Mesa Air Group höfðu áður pantað alls 200 rafmagnsflugvélar af ES-19 gerðinni og uppfærðu pöntunina í ES-30. Í fréttatilkynningu Heart Aerospace segir að til viðbótar hafi fjöldi félaga skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á alls 96 vélum. Í þeim hópi séu meðal annarra norrænu flugfélögin Icelandair, Braathens og SAS. Áætlað er flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028.Heart Aerospace Heart Aerospace kynnti jafnframt á fimmtudag ákvörðun um að flugvélarnar yrðu smíðaðar í nýrri verksmiðju, sem félagið reisir á Säve-flugvellinum í Gautaborg. Starfsmenn fyrirtækisins eru núna 130 talsins en fjölgar hratt og áætlað að þeir verði orðnir 500 árið 2025. Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Samgöngur Orkumál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Orkuskipti Tengdar fréttir Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Icelandair og Heart Aerospace höfðu áður skrifað undir viljayfirlýsingu um nítján sæta rafmagnsflugvél, ES-19, sem átti að verða tilbúin árið 2026. Ný útfærsla af vélinni, ES-30, mun koma í stað hennar, og verður með þrjátíu sætum, og segir Icelandair að hún muni nýtast vel í innanlandsflugi á Íslandi. Í kynningu Heart Aerospace var flugvélin sýnd í litum Icelandair á lista yfir flugfélög sem ritað hafa undir viljayfirlýsingu um kaup.Heart Aerospace Nýja gerðin verður 22,7 metra löng, 5,2 metrum lengri en sú fyrri. Vænghafið hefur breikkað úr 23 metrum á ES-19 í 30,77 metra á ES-30. Farþegarýmið verður talsvert stærra, víkkar úr 1,46 metrum upp í 2,21 metra, sem gefur færi á 2+1 sætaskipan í ES-30 miðað við 1+1 sætaskipan í ES-19. Þótt hún sé gefin upp fyrir 30 sæti býður rýmið einnig upp á 34 sæta útfærslu með þrengra bili á milli sæta, eða 29 tommur. Þá gerir hönnun hennar ráð fyrir að síðar verði hægt að smíða lengri útgáfu með allt að 50 sætum. Í farþegarýminu er gert ráð fyrir 2+1 sætaskipan.Heart Aerospace Fjölgun farþegasæta úr nítján í þrjátíu er ekki eina breytingin. Áður var miðað við að hún gengi eingöngu fyrir rafmagni en núna er gert ráð að hún verði tvinnvél og geti einnig gengið á flugvélaeldsneyti. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, útskýrir breytinguna með því að ES-19 vélin hafi upphaflega eingöngu verið hugsuð fyrir norrænan heimamarkað. Eftir að tilkynnt hafi verið um smíði hennar hafi óskir komið alls staðar að úr heiminum. Flugvélin var kynnt í flugskýli í Gautaborg síðastiðinn fimmtudag. Anders Forslund, forstjóri og stofnandi Heart Aerospace, á sviðinu.Heart Aerospace „ES-19 var sérsniðin fyrir norræna markaði. Til að búa til flugvél sem getur flogið alls staðar þurfti að breyta henni,“ segir Forslund. Breyta hafi þurft farangursrýminu. Þyngd rafhlaðna hafi verið krefjandi og jafnframt hafi öryggiskröfur um minnst 45 mínútna varaafl, eða 100 sjómílur, kallað á uppfærslu í stærri vél. Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace.Heart Aerospace Í kynningu Heart Aerospace og Icelandair á flugvélinni kemur fram að drægni hennar verði um 200 kílómetrar með 30 farþega á rafmagni eingöngu, 400 kílómetrar með blöndu af rafmagni og sjálfbæru flugvélaeldsneyti, en allt að 800 kílómetrar með 25 farþega. „Þannig gæti flugvélin nýst á öllum flugleiðum innanlands og dregið umtalsvert úr kolefnislosun,“ segir Icelandair. Grind er komin að frumeintakinu.Heart Aerospace Heart gerir jafnframt ráð fyrir að flugdrægni aukist eftir því sem rafhlöðutækni vindur fram. Árið 2035 komist hún 300 kílómetra á rafmagni og 500 kílómetra sem tvinnvél, og fyrir árið 2040 komist hún 400 kílómetra á rafmagni og 600 kílómetra sem tvinnvél. Áætlað er að hún þurfi 1.100 metra langa flugbraut, fljúgi í allt að 20 þúsund feta hæð og þrjátíu mínútur taki að hlaða rafhlöðurnar á milli flugferða með hraðhleðslu. Með rafmótorum verði hún mjög hljóðlát. Úr þróunarsetri Heart Aerospace.Heart Aerospace Sama dag og Icelandair skrifaði undir viljayfirlýsinguna um stærri vélina síðastliðinn fimmtudag skýrði Heart Aerospace frá því að kanadíska flugfélagið Air Canada og sænsku flugvélaverksmiðjurnar Saab hefðu bæst í hluthafahópinn, jafnframt því sem Air Canada hefði pantað þrjátíu eintök af vélinni. Áður voru United Airlines og SAS orðnir hluthafar. Flugvélaverksmiðjurnar verða í Gautaborg í Svíþjóð. United Airlines og Mesa Air Group höfðu áður pantað alls 200 rafmagnsflugvélar af ES-19 gerðinni og uppfærðu pöntunina í ES-30. Í fréttatilkynningu Heart Aerospace segir að til viðbótar hafi fjöldi félaga skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á alls 96 vélum. Í þeim hópi séu meðal annarra norrænu flugfélögin Icelandair, Braathens og SAS. Áætlað er flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028.Heart Aerospace Heart Aerospace kynnti jafnframt á fimmtudag ákvörðun um að flugvélarnar yrðu smíðaðar í nýrri verksmiðju, sem félagið reisir á Säve-flugvellinum í Gautaborg. Starfsmenn fyrirtækisins eru núna 130 talsins en fjölgar hratt og áætlað að þeir verði orðnir 500 árið 2025.
Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Samgöngur Orkumál Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Orkuskipti Tengdar fréttir Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ný rafmagnsflugvél geri innanlandsflug kolefnislaus Icelandair mun taka þátt í þróun nýrrar rafmagnsflugvélar en flugfélagið undirritaði viljayfirlýsingu um nýja rafmagnsflugvél í gær við Heart Aerospace. Nýja vélin er sögð geta gert kolefnislaus innanlandsflug að veruleika. 16. september 2022 21:33
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44