Við hefjum leik á viðureign Stjörnunnar og Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport 4. Liðin sitja í þriðja og fjórða sæti og eru enn í harði baráttu við Breiðablik um annað sæti deildarinnar.
Að þeim leik loknum færum við okkur yfir á Stöð 2 Sport þar sem Bestu mörkin taka við og fara yfir allt það helsta úr 16. umferð Bestu deildar kvenna.
Áður en Bestu mörkin fara af stað er Seinni bylgjan á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 þar sem Svava Kristín Grétarsdóttir fær sérfræðinga í settið og fer yfir allt það helsta úr 1. umferð Olís deildar kvenna.
Þá er Gametíví einnig með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 20:00.