„Kallar eftir frelsun bænda“ Erna Bjarnadóttir skrifar 19. september 2022 12:00 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar