„Kallar eftir frelsun bænda“ Erna Bjarnadóttir skrifar 19. september 2022 12:00 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði setti fram áhugaverða kenningu í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 16. september sl. Á honum var að skilja að bændur ættu í stórum stíl að hverfa frá þeim búgreinum sem þeir stunda í dag og hefja ræktun á jurtapróteini til manneldis. Prófessorinn gat þess ekki að framleiðsla í landbúnaði eins og öðrum greinum verður til vegna eftirspurnar. Meðan neytendur breyta ekki neysluhegðun sinni halda bændur áfram að framleiða það sem spurt er eftir, þ.e. kjöt, mjólk, tómata, gúrkur og svo framvegis. Sé það á annað borð skynsamleg leið í loftslagsmálum að íslenskir bændur söðli í meira mæli yfir í jarðrækt þarf að hafa áhrif á eftirspurn neytenda. Í þessu samhengi má einnig rifja upp að ekkert lát er á kjötframleiðslu í löndum Evrópusambandsins en prófessorinn vitnar gjarnan til landbúnaðarstefnunnar þar á bæ þegar hann tekur til máls um landbúnað. Þetta sést vel á meðfylgjandi mynd. Þá sagði prófessorinn orðrétt: „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“. Jurtir sem gefa af sér prótein eru enn sem komið er ekki ræktaðar í miklum mæli hér á landi. Það ræðst miklu fremur af legu landsins á jarðarkringlunni en reglusetningu að hér eru ekki ræktaðar baunir t.d. sojabaunir sem eru einn helsti próteingjafinn úr jurtaríkinu. Lífrænt ræktaðar gulrætur, kál og kartöflur, koma ekki í stað kjöts í fæðu fólks. Hins vegar hefur framleiðendum grænmetis, einkum ylræktaðs, almennt gengið vel og mörg fyrirtæki í þeirri atvinnugrein hafa stækkað á undanförnum árum. Þetta gerist þrátt fyrir að einn helsti birgir ylræktarinnar, RARIK, sem sér um 90% af dreifikerfi raforku í sveitum landsins, nýti sína heimild til að hafa dreifingarkostnað mun hærri í dreifbýli en þéttbýli. Fleiri búgreinar en ylrækt eru stórnotendur á rafmagni, nefna má grænmetisframleiðendur sem nota mikið rafmagn við kælingu í geymslum sínum. Það væri því fagnaðarefni að sjá breytingar á því, allri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni til hagsbóta. Bændur hafa almennt valið sér sinn starfsvettvang af fúsum og frjálsum vilja, ég þekki alla vega ekki dæmi um annað. Í landbúnaði er almennt mikil fjárfesting og kostnaður vegna hennar vegur þungt í framleiðslukostnaði. Prófessorinn hefur eflaust heyrt notað hugtakið „sokkinn kostnaður“ í þessu sambandi. Það er þegar búið er að byggja fjósið, raða inn í það innréttingum og búnaði og festa stóran hluta framleiðslukostnaðarins til næstu ára. Það þarf mikinn fjárhagslegan hvata til að loka þeirri starfsemi til að hefja baunarækt á túnum í Húnavatnssýslum, sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel víðar. Mín niðurstaða af samskiptum við bændur sl. 30 ár er að þeir vilja fyrst og fremst geta gert langtímaáætlanir og geta treyst skilaboðum stjórnvalda um til hvers er ætlast af atvinnuveginum umfram það sem neytendur kalla eftir með eftirspurn sinni. Frelsi bænda byggir á fagþekkingu, áhuga og auðlindum sem og aðgengi að fjármögnun eins og í öðrum atvinnurekstri. Á Íslandi hindrar ekkert regluverk fólk í að afla sér þekkingar eða spreyta sig á framleiðsluháttum sem henta viðkomandi. Án efa er hópur bænda sem vill auka ræktun þrátt fyrir að hún er áhættusöm vegna veðurskilyrða hér á landi. Í stað þess að einblína á ímyndaða frelsisskerðingu og regluverk er tækifæri fyrir Daða Má til að skoða umhverfi áhættutrygginga í jarðrækt. Þar er stór akur óunninn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun