Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2022 22:42 Ámundi Rúnar Sveinsson er verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Sigurjón Ólason Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. Í fréttum Stöðvar 2 voru framkvæmdir skoðaðar. Þetta verður aðalleiðin milli Blönduóss og Skagastrandar en einnig hluti Þverárfjallsvegar til Sauðárkróks. Skagfirskir verktakar fengu verkið sem lægstbjóðendur fyrir 1.496 milljónir króna. „Það hefur gengið bara mjög vel. Þetta er efnisflutningur upp á tæpa 400 þúsund rúmmetra. Og við erum bara vel á áætlun með vegagerðina,“ segir Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Frá vegagerðinni í Refasveit.Sigurjón Ólason Þeir eru með 25 manna hóp í vinnu, hafa sex búkollur, fimm gröfur og þrjár jarðýtur. Nýr vegarkafli frá Blönduósi að núverandi Þverárfjallsvegi verður átta kílómetra langur, nýr kafli Skagastrandarvegar þriggja kílómetra langur en einnig verða lagðar heimreiðar að sveitabæjum upp á fjóra kílómetra. „Já, þetta er stærsta verk sem við höfum tekið að okkur. Við erum verktakar úr Skagafirði, nokkrir saman, sem tókum okkur saman til þess að geta tekið þessi stóru verk.“ Gatnamótin við hringveginn færast nær Blönduósi og verða rétt utan bæjarins.Sigurjón Ólason -Nú eruð þið að vinna í Húnaþingi. Það hefur oft verið rígur á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Eru Húnvetningar ekkert ósáttir við að Skagfirðingar skuli vera að gera þetta? „Nei, nei, nei. Alls ekki. Við reynum að hafa nokkra Húnvetninga með okkur til að halda friðinn, bæði frá Blönduósi og Skagaströnd, og það gengur bara vel.“ -En þið þurfið að gera það til að halda friðinn, eða hvað? „Ja.. við getum orðað það þannig,“ svarar Ámundi Rúnar og hlær. Frá brúarsmíðinni yfir Laxá í Refasveit. Nýja brúin leysir af einbreiða brú á þjóðveginum.Sigurjón Ólason Helmingur mannskaparsins smíðar nýja brú yfir Laxá í Refasveit, sem telst um þriðjungur heildarverksins. VA-verktakar á Akureyri annast brúarsmíðina sem undirverktakar. Brúin verður stærðar mannvirki, 106 metra löng og hæð brúargólfsins yfir ánni á við fimm hæða hús. Heima í héraði fagna menn því að losna við gamla veginn, þótt hann sé lagður bundnu slitlagi. „Gamli vegurinn þolir engan veginn þá flutninga og umferð sem um hann er í dag. Þannig að þetta er bara brýn samgöngubót,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn.Sigurjón Ólason Ámundi Rúnar segir nýja vegstæðið mikið betra og snjóléttara. „Styttir og gerir okkar leiðir innan þessa svæðis hér öruggari,“ segir Guðmundur Haukur. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2023. Verktakarnir vonast þó til að hægt verði að hleypa umferð á að minnsta kosti hluta vegarins fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Skagaströnd Skagafjörður Skagabyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru framkvæmdir skoðaðar. Þetta verður aðalleiðin milli Blönduóss og Skagastrandar en einnig hluti Þverárfjallsvegar til Sauðárkróks. Skagfirskir verktakar fengu verkið sem lægstbjóðendur fyrir 1.496 milljónir króna. „Það hefur gengið bara mjög vel. Þetta er efnisflutningur upp á tæpa 400 þúsund rúmmetra. Og við erum bara vel á áætlun með vegagerðina,“ segir Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Frá vegagerðinni í Refasveit.Sigurjón Ólason Þeir eru með 25 manna hóp í vinnu, hafa sex búkollur, fimm gröfur og þrjár jarðýtur. Nýr vegarkafli frá Blönduósi að núverandi Þverárfjallsvegi verður átta kílómetra langur, nýr kafli Skagastrandarvegar þriggja kílómetra langur en einnig verða lagðar heimreiðar að sveitabæjum upp á fjóra kílómetra. „Já, þetta er stærsta verk sem við höfum tekið að okkur. Við erum verktakar úr Skagafirði, nokkrir saman, sem tókum okkur saman til þess að geta tekið þessi stóru verk.“ Gatnamótin við hringveginn færast nær Blönduósi og verða rétt utan bæjarins.Sigurjón Ólason -Nú eruð þið að vinna í Húnaþingi. Það hefur oft verið rígur á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Eru Húnvetningar ekkert ósáttir við að Skagfirðingar skuli vera að gera þetta? „Nei, nei, nei. Alls ekki. Við reynum að hafa nokkra Húnvetninga með okkur til að halda friðinn, bæði frá Blönduósi og Skagaströnd, og það gengur bara vel.“ -En þið þurfið að gera það til að halda friðinn, eða hvað? „Ja.. við getum orðað það þannig,“ svarar Ámundi Rúnar og hlær. Frá brúarsmíðinni yfir Laxá í Refasveit. Nýja brúin leysir af einbreiða brú á þjóðveginum.Sigurjón Ólason Helmingur mannskaparsins smíðar nýja brú yfir Laxá í Refasveit, sem telst um þriðjungur heildarverksins. VA-verktakar á Akureyri annast brúarsmíðina sem undirverktakar. Brúin verður stærðar mannvirki, 106 metra löng og hæð brúargólfsins yfir ánni á við fimm hæða hús. Heima í héraði fagna menn því að losna við gamla veginn, þótt hann sé lagður bundnu slitlagi. „Gamli vegurinn þolir engan veginn þá flutninga og umferð sem um hann er í dag. Þannig að þetta er bara brýn samgöngubót,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn.Sigurjón Ólason Ámundi Rúnar segir nýja vegstæðið mikið betra og snjóléttara. „Styttir og gerir okkar leiðir innan þessa svæðis hér öruggari,“ segir Guðmundur Haukur. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2023. Verktakarnir vonast þó til að hægt verði að hleypa umferð á að minnsta kosti hluta vegarins fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Skagaströnd Skagafjörður Skagabyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30