„Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. september 2022 17:59 Bjarni segist hafa verið að biðja um meira jafnvægi í umfjöllun og vandaðri vinnubrögð. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar ummælum Þórðar Snæs Júlíussonar og segist furða sig á skrifum Þórðar. Hann segist hvorki vera í liði með lögreglunni né blaðamönnum heldur lögum landsins. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans sagði rannsóknina á máli sem snúi blaðamönnum og meintri byrjun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, vera glórulausa. Gögn málsins sýni það. Hann sagði pistilinn sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skrifaði um aðgerðir lögregluembættisins á Norðurlandi eystra vera fordæmalausan og grafalvarlegan. „Enda öllu skynsömu fólki ljóst að þar var valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér af lögreglurannsókn á blaðamönnum og koma vilja sínum um framgang hennar skýrt til skila,“ segir Þórður Snær. Bjarni svarar Þórði í nýjum pistli og segir Þórð sjá í sér óvin og kallar skrif hans „furðuskrif.“ Hann segist hafa bent á að fréttaflutningur af málinu hafi að mestu byggst á getgátum. „Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna,“ skrifar Bjarni. Hann segist einnig hafa bent á það að þó blaðamenn njóti ákveðinnar verndar þurfi þeir að mæta í skýrslutöku til lögreglu en Landsréttur hafi staðfest það. Blaðamennirnir hafi nú allir mætt í slíka. „Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið,“ skrifar Bjarni. Hann segist hafa verið að biðja um vandaðri vinnubrögð í pistli sínum, hann hafi talið umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Þeir sem hafi skrifað um málið megi kannski læra af því hvernig hlutirnir hafi farið á endanum. „Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja,“ skrifar Bjarni. Færslu Bjarna í heild sinni má lesa hér að neðan. Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi. Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans sagði rannsóknina á máli sem snúi blaðamönnum og meintri byrjun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, vera glórulausa. Gögn málsins sýni það. Hann sagði pistilinn sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skrifaði um aðgerðir lögregluembættisins á Norðurlandi eystra vera fordæmalausan og grafalvarlegan. „Enda öllu skynsömu fólki ljóst að þar var valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér af lögreglurannsókn á blaðamönnum og koma vilja sínum um framgang hennar skýrt til skila,“ segir Þórður Snær. Bjarni svarar Þórði í nýjum pistli og segir Þórð sjá í sér óvin og kallar skrif hans „furðuskrif.“ Hann segist hafa bent á að fréttaflutningur af málinu hafi að mestu byggst á getgátum. „Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna,“ skrifar Bjarni. Hann segist einnig hafa bent á það að þó blaðamenn njóti ákveðinnar verndar þurfi þeir að mæta í skýrslutöku til lögreglu en Landsréttur hafi staðfest það. Blaðamennirnir hafi nú allir mætt í slíka. „Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið,“ skrifar Bjarni. Hann segist hafa verið að biðja um vandaðri vinnubrögð í pistli sínum, hann hafi talið umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Þeir sem hafi skrifað um málið megi kannski læra af því hvernig hlutirnir hafi farið á endanum. „Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja,“ skrifar Bjarni. Færslu Bjarna í heild sinni má lesa hér að neðan. Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.
Þórður Snær Júlíusson sér nú ástæðu til að ítreka athugasemdir sínar við því að ég hafi haft skoðun á fréttaflutningi af lögreglurannsókn norður í landi. Athugasemdir mínar segir hann hafa verið fordæmalausar og grafalvarlegar. Ég verða að lýsa furðu á þessum skrifum. Sorglegt er hve langt frá kjarna máls ritstjóri Kjarnans er kominn. Hann sér óvin í mér og stillir málinu þannig upp að annað hvort sé maður með blaðamönnum eða lögreglunni í liði. Hvers konar furðuskrif eru þetta? Ég ætla eingöngu að gera stuttar athugasemdir: 1. Ég benti á að fréttir af málinu byggðust að mestu á getgátum um það hvers konar brot lögreglan væri að rannsaka. Stuttu síðar komu upplýsingar fram sem sýndu að forsendur fréttaflutnings af málinu, sérstaklega á RÚV, voru rangar. Sama gildir um ályktun félaga blaðamanna og fréttamanna. 2. Ég benti á að jafnvel þótt blaðamenn njóti ákveðinnar verndar að lögum þýddi það ekki að þeir gætu skorast undan skyldu til að mæta í skýrslutöku. Í fréttum var helst rætt við lögmenn sem höfnuðu þessum skilningi og mjög einhliða mynd var dregin upp af lagalegri stöðu málsins. Allt byggt á getgátum um efni máls. Í millitíðinni hefur Landsréttur staðfest í afdráttarlausum úrskurði að lögreglan mátti boða blaðamennina í skýrslutöku. Þeir hafa nú allir mætt til skýrslugjafar samkvæmt fréttum. Framvindan sem sagt nákvæmlega sú sem ég taldi að lögin gerðu ráð fyrir. Þvert á allt það sem sagt var í fréttum um málið. Þetta eru nú svona samandregið helstu staðreyndir þess sem ég var að fjalla um. Ég var nú fyrst og fremst að biðja um meira jafnvægi í fréttum og vönduð vinnubrögð. Þá taldi ég umfjöllun um lagalega stöðu málsins á villigötum. Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað af því hvernig úr hefur spilast. Hvernig málið var meðhöndlað á þeim tíma sem þeir einir sem boðaðir höfðu verið til skýrslutöku fengu einir að leggja upp allar forsendur fréttaflutnings. Ég er hvorki í liði með lögreglunni eða í liði gegn þessum blaðamönnum. Ef ég er í einhverju liði þá er ég í liði með lögunum. Með lögum skal land byggja. PS Fyrir sérlega áhugasama: Með eftirfarandi orðum var málflutningi blaðamannanna, um að þeir ættu ekki að mæta í skýrslutöku því þeir nytu sérstakrar vendar að lögum, vísað frá dómi með úrskurði Landsréttar: Að öllu framangreindu leiðir að vald dómstóla til að kveða á um lögmæti rannsóknarathafna lögreglu í skilningi 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 nær eingöngu til formlegra atriða, einkum að því er varðar gildi ákvarðana lögreglu. Vald dómstóla í þessum efnum nær á hinn boginn ekki til þess að leggja við upphaf rannsóknar efnislegt mat á atriði sem horfa kunni til sýknu eða refsileysis sakbornings áður en ákæra hefur verið gefin út, gefa fyrirmæli til lögreglu um að rannsókn skuli hætt af efnislegum ástæðum á þessu stigi eða taka á þessu stigi afstöðu til annarra atriða er varða blaðamenn sérstaklega og vernd heimildarmanna þeirra. Að öllu þessu gættu, og þar sem ekkert hefur komið fram í málinu um að réttra formlegra aðferða hafi ekki verið gætt þegar lögregla tók ákvörðunum að hefja rannsókn sína á hendur varnaraðila, er óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi.
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira