Frítt á leik Vals í dag og tugir milljóna í boði Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2022 11:00 Það er mikið undir hjá Valskonum á Hlíðarenda í dag. VÍSIR/VILHELM Óhætt er að segja að mikið sé undir hjá Valskonum í einvíginu við tékkneska liðið Slavia Prag sem hefst á Hlíðarenda í dag klukkan 17. Ókeypis aðgangur er að leiknum. Íslandsmeistarar Vals freista þess að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og framlengja þannig keppnistímabil sitt fram að jólum hið minnsta, en til þess þarf liðið að slá út Slavia Prag í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn er í Tékklandi eftir viku. Það að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færir Valskonum ekki bara sex leiki við þrjú af bestu liðum Evrópu því í húfi eru tugir og jafnvel yfir hundrað milljónir króna. Ef að Valur vinnur einvígið við Slavia Prag fær liðið nefnilega samtals 500.000 evrur í verðlaunafé, eða sem samsvarar yfir 70 milljónum króna. Ef að Valur tapar einvíginu fær félagið samt tæpar 20 milljónir króna. Áður hafði Valur tryggt sér rúmar ellefu milljónir króna fyrir að vinna andstæðinga sína í fyrri umferð undankeppninnar. Valskonur eru í sömu sporum og Breiðablik var í fyrir ári síðan, þegar í fyrsta sinn var keppt samkvæmt nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna með riðlakeppni fram í desember. Blikar komust í riðlakeppnina en urðu að sætta sig við aðeins eitt stig, úr leikjum við Real Madrid, PSG og Kharkiv. Ef að Valur kemst í riðlakeppnina getur liðið bætt við sig milljónum með því að ná sigrum og jafnteflum þar. Fyrir sigur fást 50.000 evrur, jafnvirði um 7 milljóna króna, og fyrir jafntefli fást 17.000 evrur eða um 2,4 milljónir króna. Það eru svo að sjálfsögðu enn hærri upphæðir í boði fyrir að komast lengra en í riðlakeppnina og geta Evrópumeistararnir sem krýndir verða næsta vor að hámarki aflað sér 1,4 milljón evra, eða jafnvirði 200 milljóna króna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals freista þess að komast í sjálfa riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, og framlengja þannig keppnistímabil sitt fram að jólum hið minnsta, en til þess þarf liðið að slá út Slavia Prag í tveggja leikja einvígi. Seinni leikurinn er í Tékklandi eftir viku. Það að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar færir Valskonum ekki bara sex leiki við þrjú af bestu liðum Evrópu því í húfi eru tugir og jafnvel yfir hundrað milljónir króna. Ef að Valur vinnur einvígið við Slavia Prag fær liðið nefnilega samtals 500.000 evrur í verðlaunafé, eða sem samsvarar yfir 70 milljónum króna. Ef að Valur tapar einvíginu fær félagið samt tæpar 20 milljónir króna. Áður hafði Valur tryggt sér rúmar ellefu milljónir króna fyrir að vinna andstæðinga sína í fyrri umferð undankeppninnar. Valskonur eru í sömu sporum og Breiðablik var í fyrir ári síðan, þegar í fyrsta sinn var keppt samkvæmt nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna með riðlakeppni fram í desember. Blikar komust í riðlakeppnina en urðu að sætta sig við aðeins eitt stig, úr leikjum við Real Madrid, PSG og Kharkiv. Ef að Valur kemst í riðlakeppnina getur liðið bætt við sig milljónum með því að ná sigrum og jafnteflum þar. Fyrir sigur fást 50.000 evrur, jafnvirði um 7 milljóna króna, og fyrir jafntefli fást 17.000 evrur eða um 2,4 milljónir króna. Það eru svo að sjálfsögðu enn hærri upphæðir í boði fyrir að komast lengra en í riðlakeppnina og geta Evrópumeistararnir sem krýndir verða næsta vor að hámarki aflað sér 1,4 milljón evra, eða jafnvirði 200 milljóna króna.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira