Útvíkka starfsemina og stofna sjóða- og eignastýringu Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2022 09:39 Starfsemi eignastýringar VÍS mun hefjast um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu. Nýtt dótturfélag verður stofnað undir starfsemina sem mun hljóta nafnið SIV eignastýring. Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að félagið muni í framhaldi sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða og að stefnt sé að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir. „Árangur VÍS í fjárfestingum hefur verið mjög góður á undanförnum árum. Fjárfestingartekjur félagsins frá árinu 2018 nema um 21 milljarði króna og telja fjárfestingareignir þess nú um 45 milljarða króna. Fjárfestingar eru önnur af tveimur grunnstoðum í starfsemi VÍS ─ og því fellur eignastýring vel að starfsemi félagsins. VÍS mun fela SIV eignastýringu að stýra fjárfestingareignum sínum. Reynsla í lykilhlutverki VÍS mun eiga ráðandi hlut í SIV eignastýringu ─ og mun eitt fara með virkan eignarhlut í félaginu. Aðrir helstu hluthafar verða Arnór Gunnarsson, nú forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, og Þorkell Magnússon, sem starfað hefur sem forstöðumaður sjóðastýringar Kviku banka ─ en þeir munu jafnframt starfa hjá félaginu. Arnór Gunnarsson verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar, en hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði síðan 2001. Þorkell verður forstöðumaður sjóðastýringar hjá SIV eignastýringu, en reynsla hans á fjármálamarkaði nær aftur til ársins 1998. Áður störfuðu Arnór og Þorkell saman hjá Öldu sjóðum, Stefni og Kaupþingi. Tækifæri á íslenskum fjármálamarkaði Örar samfélagsbreytingar kalla á stöðuga endurskoðun á þjónustuframboði, ekki síst í trygginga- og fjármálaþjónustu. Þessi útvíkkun á starfsemi VÍS endurspeglar þá þróun sem hefur átt sér stað víða í Evrópu þar sem tryggingafélög hafa boðið upp á fjölbreyttari trygginga-og fjármálaþjónustu. Á undanförnum árum hefur verðbréfamarkaður verið að byggjast upp hér á landi og hefur fjárfestingakostum í skráðum verðbréfum fjölgað til muna. Á sama tíma hefur þátttakendum á markaði fjölgað talsvert með aukinni þátttöku almennings á skráðum hlutabréfamarkaði og uppfærslu Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Því er ljóst að spennandi tækifæri eru til staðar á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir í tilkynningunni. Sterkir innviðir Haft er eftir Helga Bjarnasonar, forstjóra VÍS, að félagið leggi ríka áherslu á að VÍS þróist í takt við samfélagið og horfi til þess að bjóða upp á fjölbreyttari trygginga- og fjármálaþjónustu. „Sterk staða á tryggingamarkaði, breiður viðskiptavinagrunnur, fjárhagslegur styrkur, öflugur tæknilegur grunnur og góður árangur í fjárfestingum ─ eru styrkleikar sem við viljum byggja á. Við höfum góðan grunn og afar sterka innviði til þess að taka næstu skref. Ég trúi því að árangur hins nýja félags muni byggja á umtalsverðri þekkingu og reynslu öflugs starfsfólks í fjárfestingum og eignastýringu. Ég tel að þetta skref í útvíkkun starfseminnar, sem eignastýringin felur í sér, sé mikið heillaskref ─ og auðvitað mikil tímamót í sögu félagsins,“ er haft eftir Helga. VÍS Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að félagið muni í framhaldi sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða og að stefnt sé að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir. „Árangur VÍS í fjárfestingum hefur verið mjög góður á undanförnum árum. Fjárfestingartekjur félagsins frá árinu 2018 nema um 21 milljarði króna og telja fjárfestingareignir þess nú um 45 milljarða króna. Fjárfestingar eru önnur af tveimur grunnstoðum í starfsemi VÍS ─ og því fellur eignastýring vel að starfsemi félagsins. VÍS mun fela SIV eignastýringu að stýra fjárfestingareignum sínum. Reynsla í lykilhlutverki VÍS mun eiga ráðandi hlut í SIV eignastýringu ─ og mun eitt fara með virkan eignarhlut í félaginu. Aðrir helstu hluthafar verða Arnór Gunnarsson, nú forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, og Þorkell Magnússon, sem starfað hefur sem forstöðumaður sjóðastýringar Kviku banka ─ en þeir munu jafnframt starfa hjá félaginu. Arnór Gunnarsson verður framkvæmdastjóri SIV eignastýringar, en hann hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði síðan 2001. Þorkell verður forstöðumaður sjóðastýringar hjá SIV eignastýringu, en reynsla hans á fjármálamarkaði nær aftur til ársins 1998. Áður störfuðu Arnór og Þorkell saman hjá Öldu sjóðum, Stefni og Kaupþingi. Tækifæri á íslenskum fjármálamarkaði Örar samfélagsbreytingar kalla á stöðuga endurskoðun á þjónustuframboði, ekki síst í trygginga- og fjármálaþjónustu. Þessi útvíkkun á starfsemi VÍS endurspeglar þá þróun sem hefur átt sér stað víða í Evrópu þar sem tryggingafélög hafa boðið upp á fjölbreyttari trygginga-og fjármálaþjónustu. Á undanförnum árum hefur verðbréfamarkaður verið að byggjast upp hér á landi og hefur fjárfestingakostum í skráðum verðbréfum fjölgað til muna. Á sama tíma hefur þátttakendum á markaði fjölgað talsvert með aukinni þátttöku almennings á skráðum hlutabréfamarkaði og uppfærslu Íslands í flokk nýmarkaðsríkja hjá alþjóðlega vísitölufyrirtækinu FTSE Russell. Því er ljóst að spennandi tækifæri eru til staðar á íslenskum fjármálamarkaði,“ segir í tilkynningunni. Sterkir innviðir Haft er eftir Helga Bjarnasonar, forstjóra VÍS, að félagið leggi ríka áherslu á að VÍS þróist í takt við samfélagið og horfi til þess að bjóða upp á fjölbreyttari trygginga- og fjármálaþjónustu. „Sterk staða á tryggingamarkaði, breiður viðskiptavinagrunnur, fjárhagslegur styrkur, öflugur tæknilegur grunnur og góður árangur í fjárfestingum ─ eru styrkleikar sem við viljum byggja á. Við höfum góðan grunn og afar sterka innviði til þess að taka næstu skref. Ég trúi því að árangur hins nýja félags muni byggja á umtalsverðri þekkingu og reynslu öflugs starfsfólks í fjárfestingum og eignastýringu. Ég tel að þetta skref í útvíkkun starfseminnar, sem eignastýringin felur í sér, sé mikið heillaskref ─ og auðvitað mikil tímamót í sögu félagsins,“ er haft eftir Helga.
VÍS Kauphöllin Tryggingar Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira