Hvað kostar það mig að nota peningana mína? Haukur Skúlason skrifar 21. september 2022 13:30 Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun