Einhugur um NATO Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. september 2022 14:30 Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í nýrri yfirlýsingu sinni fullyrti Vladimír Pútín að Rússlandi stafaði ógn af Vesturlöndum sem heild. Yfirlýsingunni fylgdi herkvaðning varaliðs Rússlands og ítrekun á ógninni um notkun kjarnavopna. Það er í raun fátt sem er betur til þess fallið að sameina Vesturlönd en yfirlýsing af þessu tagi. Engu að síður ríkir ekki einhugur meðal Vesturlandabúa um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar eins og Pútín hafa mikla hagsmuni af því að veikja baráttuþrek Vesturlanda. Í dag er ekki eingöngu barist um landsvæði, heldur er einnig barist um hug og hjörtu Vesturlandabúa. Fjöldi vefsíðna og spjallborða eru notuð sem miðlunartæki fyrir andvestrænan áróður. Undanfarin ár hefur mikið af þessum áróðri verið runninn undan rifjum rússneskra yfirvalda. Sem dæmi um áróður af þessu tagi má nefna falskar ásakanir um að NATO-aðild hafi verið þvingað upp á Austur-Evrópuríkin. Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á að Austur-Evrópuríkin hafi sjálf þrýst á NATO að hleypa þeim í bandalagið. Íbúar Austur-Evrópu muna enn eftir þeirri kúgun og eymd sem fylgdi Varsjárbandalaginu og hafa augljóslega engan áhuga á að horfa aftur í þá áttina. NATO er ekki fullkomið frekar en önnur bandalög en það er óumdeilanlegt að án NATO stæðu Vesturlönd valtari fótum. Það síðasta sem andstæðingar Vesturlanda vilja er einhugur Vesturlandabúa um bandalagið. Þeir vilja frekar að leiðtogar vestrænna ríkja séu í ætt við Donald Trump, sem dró úr fjárstuðningi við NATO í stjórnartíð sinni. Nú hefur innrásarstríð gegn einu stærsta grannríki NATO varað í hálft ár, en hins vegar eru átta ár síðan Pútín hernam fyrst alþjóðlega viðurkennd svæði Úkraínu. Heraflaaukning Pútíns og ummæli hans um kjarnavopn auka líkurnar á að átökin breiðist út til NATO-ríkja. Í því tilfelli myndi sannarlega reyna á baráttuþrek og einingu Vesturlandabúa. Í dag er sérkennilegt að hugsa til þess að hér hafi fólk áratugum saman kallað „Ísland úr NATO, herinn burt!“ Engu að síður er enn að finna harða andstæðinga NATO á Íslandi. Þeir mættu spyrja sig hvort andstaðan við NATO hafi nokkurn tímann byggt á traustum grunni. Var hún kannski frekar til þess fallin að veikja stöðu Vesturlanda gagnvart aðsteðjandi ógn? Höfundur er áhugamaður um varnarmál.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun