„Þurfum að fara að stíga fast til jarðar“ Snorri Másson skrifar 22. september 2022 11:32 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra boðar breytingar hjá lögreglu svo að bregðast megi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Fjórir voru handteknir í gær vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og viðamikil vopnalagabrot. Sérsveit tók þátt í aðgerðum, sem eru taldar hafa orðið til þess að afstýra hættuástandi á staðnum. Dómsmálaráðherra segir komið að því að stíga fast til jarðar í baráttunni við glæpahópa. Lögregla reiknar með að boða til blaðamannafundar í dag vegna aðgerðanna í gær. Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Lögregla og sérsveit réðust í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær, meðal annars í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Að lokum voru fjórir handteknir en tveir þeirra voru taldir vopnaðir og hættulegir. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að mildi þyki að engan hafi sakað og að hættuástandi hafi verið afstýrt. Það er tekið fram að rannsókn málsins sé í höndum ríkislögreglustjóra, sem hafi það hlutverk að rannsaka brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hyggst lögregla boða til blaðamannafundar vegna málsins. Stefnt er að því að það verði eftir hádegi. Þá má telja líklegt að lögregla sé að vinna í greinargerðum til að geta fengið hina handteknu úrskurðaða í gæsluvarðhald. Lögregla má mest hafa fólk í haldi í sólarhring án úrskurðar. Alvarlegt ástand Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ekki meiri upplýsingar en koma fram í yfirlýsingu lögreglu, en hann segir atvikið til marks um alvarlegt ástand hér á landi. „Við höfum þessar skýrslur frá ríkislögreglustjóra alveg frá árinu 2017 þar sem lýst er vaxandi áhyggjum af þróun mála þegar kemur að skipulagðri brotastarfsemi og ef við ætlum ekki að láta það yfir okkur ganga í framtíðinni þurfum við að fara að stíga fast til jarðar. Og það er mín stefna að gera það,“ segir Jón Gunnarsson í samtali við fréttastofu. Til skoðunar er að breyta innra skipulagi lögreglunnar til að takast betur á við þessi mál - þá þurfi að tryggja öryggi lögreglumanna. „Vinna er búin að vera í gangi hjá okkur frá áramótum og við erum svona komin á þann stað núna að geta farið að taka ákvarðanir,“ segir Jón. Ekki sé annað í stöðunni en að bregðast við þróuninni af fullri hörku. „Ég held að við ættum ekkert að vera á neinu bleiku skýi með það. Við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann. Þessi þróun er ekkert að eiga sér stað bara á Íslandi, hún er að verða í öllum nágrannalöndum okkar og við verðum vitni að því nánast í hverri viku hvernig þróunin hefur verið á Norðurlöndum,“ segir Jón.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent