Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 13:18 Bandaríska þungarokkssveitin Slayer á tónleikum í Inglewood í Kaliforníu árið 2019. Getty Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. Hæstiréttur telur að málið gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu í tilviki fleiri skuldara. Málið snýr að komu Slayer til landsins sumarið 2018 þar sem þeir tróðu upp á Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík. Rekstrarfélagið Live Events greiddi K2 Agency Limited hins vegar aldrei alla þóknunina sem samið hafði verið um. Almennar yfirlýsingar í fjölmiðlum Umboðsfyrirtæki Slayer byggði málskotsbeiðni sína fyrir Hæstarétti á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi um skýringu og mat á skuldbindingargildi loforða sem beint sé til tiltekins hóps manna með almennri yfirlýsingu í fjölmiðlum. Þá byggi beiðnin einnig á því að málið hafi verulegt almennt gildi varðandi skýringu og beitingu reglna hlutafélagaréttar um skaðabætur og samsömun. Umboðsfyrirtækið taldi auk þess að dómur Landsréttar væri „bersýnilega rangur að efni til“ og vísaði í því efni til þess að þar sem um kröfu um skaðabætur utan samninga hafi verið að ræða hafi krafan orðið gjaldkræf þegar hið bótaskylda atvik olli tjóni. Því hafi ekki verið ókominn sá tími sem gagnaðilar verði krafðir um greiðslu hennar. Forsaga málsins Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var á sínum tíma dæmdur til að greiða K2 Agency Limited eftirstöðvar skuldarinnar, meira en 133 þúsund dollara, jafnvirði meira en sautján milljóna króna árið 2020. Landsréttur staðfesti dóminn en Friðriki var synjað um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Umboðsfyfirtækið fékk þó ekkert upp í kröfuna eftir að upphaflegt rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, skráðum eiganda þeirra og stjúpföður eins af eigendum upphaflega rekstrarfélags hátíðarinnar. Forsenda þess máls voru ummæli Víkings Heiðars Arnórssonar, framkvæmdastjóra Live events, eins félaganna, í fjölmiðlum árið 2019 um að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Héraðsdómur taldi Víking hafa skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar. Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Þurfa ekki að taka ábyrgð á skuld við Slayer - í bili Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice af kröfu umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer um greiðslu á þóknun. 28. maí 2022 11:13 Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Hæstiréttur telur að málið gæti haft fordæmisgildi um stofnun kröfu og greiðsluskyldu í tilviki fleiri skuldara. Málið snýr að komu Slayer til landsins sumarið 2018 þar sem þeir tróðu upp á Secret Solstice í Laugardal í Reykjavík. Rekstrarfélagið Live Events greiddi K2 Agency Limited hins vegar aldrei alla þóknunina sem samið hafði verið um. Almennar yfirlýsingar í fjölmiðlum Umboðsfyrirtæki Slayer byggði málskotsbeiðni sína fyrir Hæstarétti á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi um skýringu og mat á skuldbindingargildi loforða sem beint sé til tiltekins hóps manna með almennri yfirlýsingu í fjölmiðlum. Þá byggi beiðnin einnig á því að málið hafi verulegt almennt gildi varðandi skýringu og beitingu reglna hlutafélagaréttar um skaðabætur og samsömun. Umboðsfyrirtækið taldi auk þess að dómur Landsréttar væri „bersýnilega rangur að efni til“ og vísaði í því efni til þess að þar sem um kröfu um skaðabætur utan samninga hafi verið að ræða hafi krafan orðið gjaldkræf þegar hið bótaskylda atvik olli tjóni. Því hafi ekki verið ókominn sá tími sem gagnaðilar verði krafðir um greiðslu hennar. Forsaga málsins Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var á sínum tíma dæmdur til að greiða K2 Agency Limited eftirstöðvar skuldarinnar, meira en 133 þúsund dollara, jafnvirði meira en sautján milljóna króna árið 2020. Landsréttur staðfesti dóminn en Friðriki var synjað um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Umboðsfyfirtækið fékk þó ekkert upp í kröfuna eftir að upphaflegt rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, skráðum eiganda þeirra og stjúpföður eins af eigendum upphaflega rekstrarfélags hátíðarinnar. Forsenda þess máls voru ummæli Víkings Heiðars Arnórssonar, framkvæmdastjóra Live events, eins félaganna, í fjölmiðlum árið 2019 um að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamla rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Héraðsdómur taldi Víking hafa skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar.
Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Þurfa ekki að taka ábyrgð á skuld við Slayer - í bili Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice af kröfu umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer um greiðslu á þóknun. 28. maí 2022 11:13 Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þurfa ekki að taka ábyrgð á skuld við Slayer - í bili Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice af kröfu umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer um greiðslu á þóknun. 28. maí 2022 11:13
Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06