„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Snorri Másson skrifa 22. september 2022 19:34 Katrín segist hafa frétt af málinu í gær. Stöð 2 Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir að hún hafi frétt af málinu í gær en í kjölfarið hafi fulltrúar í þjóðaröryggisráði verið látin vita. Mál sem þessi sem hún segir megi skilgreina sem hryðjuverk, varði þjóðaröryggi. „Auðvitað verður manni illa við. Hins vegar er það auðvitað svo, dapurlegt sem það nú er, að við Íslendingar getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar auðvitað hafa upplifað,“ segir Katrín. Aðspurð hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar eigi að venjast segir Katrín atburðinn gríðarlega alvarlegan. Málið sé enn til rannsóknar en erfitt sé að taka utan um mál sem þessi þar sem vopnin séu heimatilbúin. „Það er ekki hægt til dæmis að fylgjast með innflutningi eins og hefðin hefur verið hingað til, heldur er þetta er búið til með löglegum tólum og tækjum. En ég vil segja það að lögreglan auðvitað stóð sig gríðarlega vel í að taka utan um mjög hættulega stöðu,“ segir Katrín. Hún svarar því ekki hvort henni eða öðrum stjórnmálamönnum hafi verið ógnað en staðfestir að nokkrar stofnanir ríkisins hafi verið taldar í hættu. Hún segir skipta máli að lært sé af atburðum sem þessum og að lögreglan sé efld til þess að megi takast á við atburði sem þessa. Viðtalið við forsætisráðherra má sjá hér að ofan en það hefst á 06:52. Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Katrín Jakobsdóttir að hún hafi frétt af málinu í gær en í kjölfarið hafi fulltrúar í þjóðaröryggisráði verið látin vita. Mál sem þessi sem hún segir megi skilgreina sem hryðjuverk, varði þjóðaröryggi. „Auðvitað verður manni illa við. Hins vegar er það auðvitað svo, dapurlegt sem það nú er, að við Íslendingar getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar auðvitað hafa upplifað,“ segir Katrín. Aðspurð hvort þetta sé nýr veruleiki sem Íslendingar eigi að venjast segir Katrín atburðinn gríðarlega alvarlegan. Málið sé enn til rannsóknar en erfitt sé að taka utan um mál sem þessi þar sem vopnin séu heimatilbúin. „Það er ekki hægt til dæmis að fylgjast með innflutningi eins og hefðin hefur verið hingað til, heldur er þetta er búið til með löglegum tólum og tækjum. En ég vil segja það að lögreglan auðvitað stóð sig gríðarlega vel í að taka utan um mjög hættulega stöðu,“ segir Katrín. Hún svarar því ekki hvort henni eða öðrum stjórnmálamönnum hafi verið ógnað en staðfestir að nokkrar stofnanir ríkisins hafi verið taldar í hættu. Hún segir skipta máli að lært sé af atburðum sem þessum og að lögreglan sé efld til þess að megi takast á við atburði sem þessa. Viðtalið við forsætisráðherra má sjá hér að ofan en það hefst á 06:52.
Skotvopn Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira