Drep-fyndin kynferðisleg áreitni Sveinn Waage skrifar 23. september 2022 08:01 Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Sveinn Waage Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar