Boeing 737 MAX vélin var samþykkt af bandaríska flugeftirlitinu í mars árið 2017 en fyrsta flugfélagið sem tók hana í notkun var Malindo Air, dótturfélag malasíska flugfélagsins Lion Air. Fyrsta ferð flugfélagsins í 737 MAX vél var flogin 22. maí árið 2017.
Erfiðleikar höfðu verið með sjálfstýribúnað vélanna við framleiðslu en flugfélagið forðaðist að upplýsa bæði fjárfesta og flugfélögin um þau vandamál. Bilaði sjálfstýribúnaðurinn olli því að tvær 737 MAX vélar hröpuðu. Alls létu 346 manns lífið í slysunum tveimur.
Í kjölfar seinna slyssins sem varð í mars árið 2019 hættu flest flugfélög að nota MAX 737 vélar sínar og í ljós kom að yfirmenn hjá Boeing vissu af vandamálinu. Félaginu var gert að greiða um 400 milljarða króna í sektir vegna málsins.