Arnar hættur hjá KA og Hallgrímur tekur við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 19:30 Arnar er hættur hjá KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari KA í Bestu deild karla. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari liðsins verður aðalþjálfari liðsins en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Arnar hefur stýrt KA síðan snemma sumars árið 2020 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Liðið endaði í 7. sæti þegar tímabilinu var hætt vegna kórónufaraldursins það sumarið. Á síðustu leiktíð var KA hársbreidd frá því að komast í Evrópu en liðið endaði með 40 stig í 4. sæti deildarinnar á meðan KR komst í Evrópu með 41 stig. Í ár hefur liðið svo gert enn betur en nú þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið situr KA í 3. sæti með 43 stig. Samningur Arnars átti að renna út að tímabilinu loknu og ræddi hann stöðu mála nýverið við Stöð 2. Þar kom fram að Arnar ætti eftir að setjast niður með KA og ræða framtíðina. Arnar hefur verið ítrekað orðaður við starfið á Hlíðarenda en talið er ólíklegt að Ólafur Jóhannesson haldi áfram með liðið. Arftaki Arnars á Akureyri er aðstoðarmaður hans, Hallgrímur. Sá stýrði liðinu með góðum árangri eftir að Arnar var dæmdur í leikbann eftir atvik sem gerðist í leik KA og KR sem og degi síðar. „Við erum mjög ánægð með að hafa gengið frá þessari ráðningu. Það hefur verið mikill stígandi í allri þjálfun og stýringu liðsins, sem endurspeglast hefur í bættum leik liðins á undangengnum árum. Við teljum Hadda vera okkar besta val í að halda áfram á sömu braut og byggja á þeim grunni sem hér hefur verið lagður,“ sagði Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA. Hann gjörþekkir alla innviði félagsins og er auk þess mikil fyrirmynd á meðal iðkenda okkar. Við hlökkum til samstarfsins með Hadda en þökkum um leið Arnari Grétarssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Við sem félag erum gríðarlega þakklát fyrir starf Arnars og óskum honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Hjörvar að endingu. Hallgrímur Jónasson ráðinn þjálfari KA næstu 3 árin! #LifiFyrirKA https://t.co/fCkJi7tIHo pic.twitter.com/UBXUyDLsNA— KA (@KAakureyri) September 23, 2022 KA mætir KR á Akureyri þann 2. október þegar úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst. Verður það fyrsti leikru Hallgríms með liðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Akureyri Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti