Færeyjar með ótrúlegan sigur á Tyrklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 21:31 Úr fyrri leik liðanna í riðlinum. Honum lauk með 4-0 sigri Tyrklands en Færeyjar hefndu fyrir tapið í kvöld. Isa Terli/Getty Images Færeyjar og Tyrkland mættust í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Tyrkland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild og Færeyjar voru öruggar með sæti sitt í riðlinum. Það var því kannski ekki mikið undir í leik kvöldsins en úrslitin eru þó ein þó óvæntustu í manna minnum. Tyrkneska landsliðið í fótbolta virðist ekki kunna vel við sig hér í Norður Atlantshafi. Liðinu tókst ekki að leggja Ísland í þremur tilraunum frá 2014 til 2019 og nú beið liðið lægri hlut í Færeyjum. Kerem Aktürkoğlu, leikmaður Galatasaray, hélt hann hefði komið Tyrkjum yfir í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað það nánar. Staðan var því markalaus er flautað var til hálfleiks. Eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik gerðist hið ótrúlega. Viljormur í Heiðunum Davidsen, leikmaður Helsingborg, kom heimamönnum yfir eftir sendingu Sølva Vatnhamar. Átta mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður Beveren, með markið og Færeyingar í sjöunda himni. Serdar Gürler, leikmaður İstanbul Başakşehir, minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. The Faroe Islands have beaten Turkey, who are 1,726 times larger in terms of population (48,865-84,340,000) & 562 times larger in terms of surface area (1,393 km²-783,562 km²).As a result, the Faroes are unbeaten in 4 games - the longest undefeated streak in their history! pic.twitter.com/RZCppf6RYk— The Sweeper (@SweeperPod) September 25, 2022 Færeyska vörnin hélt eftir það og unnu Færeyjar frækinn 2-1 sigur. Var þetta fyrsta tap Tyrklands í riðlinum en Tyrkir enda með 13 stig á meðan Færeyjar fóru upp í átta stig með sigrinum. Færeyjar hafa nú leikið fjóra leiki án ósigurs, eitthvað sem liðinu hefur aldrei tekist áður. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í fótbolta virðist ekki kunna vel við sig hér í Norður Atlantshafi. Liðinu tókst ekki að leggja Ísland í þremur tilraunum frá 2014 til 2019 og nú beið liðið lægri hlut í Færeyjum. Kerem Aktürkoğlu, leikmaður Galatasaray, hélt hann hefði komið Tyrkjum yfir í fyrri hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að myndbandsdómari leiksins hafði skoðað það nánar. Staðan var því markalaus er flautað var til hálfleiks. Eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik gerðist hið ótrúlega. Viljormur í Heiðunum Davidsen, leikmaður Helsingborg, kom heimamönnum yfir eftir sendingu Sølva Vatnhamar. Átta mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0. Jóan Símun Edmundsson, leikmaður Beveren, með markið og Færeyingar í sjöunda himni. Serdar Gürler, leikmaður İstanbul Başakşehir, minnkaði muninn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. The Faroe Islands have beaten Turkey, who are 1,726 times larger in terms of population (48,865-84,340,000) & 562 times larger in terms of surface area (1,393 km²-783,562 km²).As a result, the Faroes are unbeaten in 4 games - the longest undefeated streak in their history! pic.twitter.com/RZCppf6RYk— The Sweeper (@SweeperPod) September 25, 2022 Færeyska vörnin hélt eftir það og unnu Færeyjar frækinn 2-1 sigur. Var þetta fyrsta tap Tyrklands í riðlinum en Tyrkir enda með 13 stig á meðan Færeyjar fóru upp í átta stig með sigrinum. Færeyjar hafa nú leikið fjóra leiki án ósigurs, eitthvað sem liðinu hefur aldrei tekist áður.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira