Heimir hefði ekki valið Messi og félaga Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:01 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson hafa ekki haft mikinn tíma til að miðla upplýsingum fyrir fyrsta leik Jamaíku eftir ráðninguna á þeim. Instagram/@jff_football Á morgun leikur Jamaíka sinn fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og andstæðingurinn er Argentína, með Lionel Messi í broddi fylkingar. Lið sem er í 4. sæti heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins. Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira