Heimir hefði ekki valið Messi og félaga Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:01 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson hafa ekki haft mikinn tíma til að miðla upplýsingum fyrir fyrsta leik Jamaíku eftir ráðninguna á þeim. Instagram/@jff_football Á morgun leikur Jamaíka sinn fyrsta leik undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og andstæðingurinn er Argentína, með Lionel Messi í broddi fylkingar. Lið sem er í 4. sæti heimslista alþjóða knattspyrnusambandsins. Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Um vináttulandsleik er að ræða sem fram fer í New York og Heimir segir ljóst að gegn einu besta landsliði heims vilji hann fyrst og fremst sjá góða frammistöðu, þó að óskin sé alltaf sú að vinna leiki. „Við skulum orða það þannig að ef ég hefði sjálfur fengið að velja andstæðing til að spila við þá hefði ég ekki valið Argentínu, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði Heimir við Jamaica Observer. „Það að sjá leikmennina í þessu umhverfi er tækifæri fyrir mig til að læra, til að skoða og meta, og eftir þennan leik getum við séð hvort og hverju þarf að breyta,“ sagði Heimir. Jamaíska knattspyrnusambandið birti myndir frá æfingu landsliðsins í New Jersey í gær þar sem sjá má Heimi og markmannsþjálfarann Guðmund Hreiðarsson leiðbeina sínum nýju lærisveinum. View this post on Instagram A post shared by Jamaica Football Federation (@jff_football) Heimir þurfti að gera eina breytingu á hópnum sínum því því Greg Leigh, vinstri bakvörður Ipswich á Englandi, meiddist og Ricardo Thomas, leikmaður Waterhouse í heimalandinu, kom inn í hans stað. Áður, þegar Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Jamaíku, hafði kann kallað á fyrirliðann og markvörðinn Andre Blake inn í hópinn sem knattspyrnusamband Jamaíku hafði tilkynnt um fyrir ráðningu Heimis. Sambandið hafði hlotið mikla gagnrýni fyrir að sniðganga Blake sem hafði áður gagnrýnt sambandið opinberlega og sagt fleira en nýjan þjálfara þurfa til að breyta því hvert það stefndi.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira