Rannsóknin sé ítarleg og muni taka af allan vafa Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 13:09 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á von á niðurstöðu á næstu vikum, allavega fyrir áramót. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að rannsókn Fjármálaeftirlits bankans á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka muni taka af allan vafa hvort innherjaupplýsingar hafi verið nýttar í tengslum við yfirvofandi útboð bankans. Allir þættir málsins verði skoðaðir. Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að Fjármálaeftirlitið hefði meðal annars til skoðunar óeðlileg viðskipti á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Söluráðgjafar hefðu verið krafðir um ítarleg gögn um samskipti þeirra við viðskiptavini 21. og 22. mars síðastliðinn. Óskað var eftir afriti og upptökum af öllum símtölum, tölvupóstssamskiptum og SMS-skilaboðum starfsmanna til fjárfesta þessa daga. Grein Innherja má lesa hér að neðan. Innherji er opinn öllum til 31. október en þó þarf að skrá sig sem notenda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að um leið og athugun hófst á útboði Bankasýslunnar á hlutum í Íslandsbanka hefði Fjármálaeftirlit Seðlabankans ákveðið að fara nákvæmlega í málið. „Það sem við höfum verið að gera síðustu mánuði er mjög víðtæk athugun eða rannsókn á því sem fór fram. Við ætlum að ná og taka fyrir alla anga málsins. Þetta er einn af þeim öngum sem við erum að skoða,“ segir Ásgeir. Viðmælendur Innherja telja ljóst að tilgangur með ítarlegri gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins sé að kanna hvort einhver viðskipti með skráð hlutabréf í Kauphöllinni þessa daga kunni að hafa verið á grundvelli innherjaupplýsinga í tengslum við útboðið. „Þar komi ekki aðeins til greina viðskipti með bréf í Íslandsbanka sjálfum heldur mögulega í öðrum félögum þar sem fjárfestar hafi viljað selja hlutabréf í því skyni að losa um fjármuni til að eiga til ráðstöfunar þegar útboð bankans hæfist,“ segir í grein Innherja. Ásgeir segir að verið sé að skoða alla þætti málsins en hann geti ekki farið í einstaka þætti. „Það er það verkefni sem við lögðum af stað með. Svo það lægi skýrt fyrir að þeir kæmu allir í ljós. Það að hefja athugun er ekki sönnun á sekt eða neitt slíkt. Bara að skoða allan grun.“ Von sé á niðurstöðu fljótlega, örugglega fyrir áramót, en hann geti ekki sagt fyrir um nákvæma tímasetningu. „Við höfum farið í mjög ítarlega skoðun.“ Aðspurður hvort hann sé vongóður um að hægt verði að rekja alla ferla og taka af allan vafa þegar uppi verður staðið segir Ásgeir: „Algjörlega“. Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Kauphöllin Íslandsbanki Tengdar fréttir Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Innherji á Vísi greindi frá því í morgun að Fjármálaeftirlitið hefði meðal annars til skoðunar óeðlileg viðskipti á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Söluráðgjafar hefðu verið krafðir um ítarleg gögn um samskipti þeirra við viðskiptavini 21. og 22. mars síðastliðinn. Óskað var eftir afriti og upptökum af öllum símtölum, tölvupóstssamskiptum og SMS-skilaboðum starfsmanna til fjárfesta þessa daga. Grein Innherja má lesa hér að neðan. Innherji er opinn öllum til 31. október en þó þarf að skrá sig sem notenda. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að um leið og athugun hófst á útboði Bankasýslunnar á hlutum í Íslandsbanka hefði Fjármálaeftirlit Seðlabankans ákveðið að fara nákvæmlega í málið. „Það sem við höfum verið að gera síðustu mánuði er mjög víðtæk athugun eða rannsókn á því sem fór fram. Við ætlum að ná og taka fyrir alla anga málsins. Þetta er einn af þeim öngum sem við erum að skoða,“ segir Ásgeir. Viðmælendur Innherja telja ljóst að tilgangur með ítarlegri gagnabeiðni Fjármálaeftirlitsins sé að kanna hvort einhver viðskipti með skráð hlutabréf í Kauphöllinni þessa daga kunni að hafa verið á grundvelli innherjaupplýsinga í tengslum við útboðið. „Þar komi ekki aðeins til greina viðskipti með bréf í Íslandsbanka sjálfum heldur mögulega í öðrum félögum þar sem fjárfestar hafi viljað selja hlutabréf í því skyni að losa um fjármuni til að eiga til ráðstöfunar þegar útboð bankans hæfist,“ segir í grein Innherja. Ásgeir segir að verið sé að skoða alla þætti málsins en hann geti ekki farið í einstaka þætti. „Það er það verkefni sem við lögðum af stað með. Svo það lægi skýrt fyrir að þeir kæmu allir í ljós. Það að hefja athugun er ekki sönnun á sekt eða neitt slíkt. Bara að skoða allan grun.“ Von sé á niðurstöðu fljótlega, örugglega fyrir áramót, en hann geti ekki sagt fyrir um nákvæma tímasetningu. „Við höfum farið í mjög ítarlega skoðun.“ Aðspurður hvort hann sé vongóður um að hægt verði að rekja alla ferla og taka af allan vafa þegar uppi verður staðið segir Ásgeir: „Algjörlega“.
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Kauphöllin Íslandsbanki Tengdar fréttir Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28. september 2022 07:00