Hálsaskógur óþekkjanlegur eftir storminn Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. september 2022 14:14 Eins og sjá má varð mikið tjón á svæðinu. Kristján Ingimarsson Skógræktarfélag Djúpavogs varð fyrir miklu tjóni vegna óveðursins sem geisaði nú fyrir skömmu. Lágmark þrjú hundruð tré eyðilögðust í Hálsaskógi vegna veðursins. Stuðningsmaður skógræktarfélagsins telur ekki mögulegt fyrir félagið að taka til og laga svæðið nema með utanaðkomandi aðstoð. Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila. Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Skógrækt Djúpavogs varð sjötíu ára í ár og var haldið upp á afmælið þann 17. september síðastliðinn en það þýðir að elstu trén í Hálsaskógi eru um sjötíu ára gömul. Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um skógræktina, segir í samtali við fréttastofu að tjónið á svæðinu sé gríðarlegt. Ekki sé einungis um að ræða tjón á skóginum og aðstöðunni sem hafi vakið mikla gleði hjá þorpsbúum heldur einnig tilfinningalegt tjón. Búið var að leggja stíga á svæðinu og setja upp borð og bekki en skógurinn varð vinsælt afdrep í kjölfar þess. Hér má sjá borð á svæðinu og brotin tré í kring. Aðsent/Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt“ Stærstu trén í skógræktinni voru um tuttugu metra há en Kristján segir skógræktina í lamasessi eftir óveðrið. „Trén sem hafa rifnað upp með rótum þau hafa skemmt stígana, svo liggja trén sem hafa fallið þvers og kruss yfir stígana,“ segir Kristján. Hann segir skógræktarfélagið hafa varað fólk við því að vera á ferli á svæðinu vegna trjáa sem gætu dottið. Svæðið sé ekki öruggt en mikilvægt sé að hreinsun á svæðinu geti átt sér stað sem fyrst til þess að hægt sé að tryggja öryggi og hefja uppbyggingu á svæðinu að nýju. Mikil vinna mun þurfa að fara í tiltekt á svæðinu. Aðsent/Kristján Ingimarsson Trén hafi bæði rifnað upp með rótum og brotnað niður, „eitt tré hefur bara fokið úr skóginum og yfir þjóðveginn og liggur bara úti í kantinum hinu megin við veginn,“ segir Kristján. Hann segir ómögulegt að svo stöddu að meta heildartjónið en einhverjir hafi farið á svæðið og reynt að meta aðstæður, þá hafi einungis verið hægt að sjá hluta af svæðinu sem laskaðist. Þó hafi verið talin þrjú hundruð tré sem skemmdust í óveðrinu. Reynt verði að meta tjónið í heild sinni eins fljótt og hægt er. Ekkert þessu líkt hafi komið fyrir áður. Hér má sjá tré sem fauk yfir þjóðveginn. Kristján Ingimarsson „Það þótti öllum hérna mjög vænt um þessa skógrækt, það var mjög gaman að fara þarna. Margir eru að átta sig núna á máltækinu, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svolítið vel við núna,“ segir Kristján. Hann segir að þó þetta sé áfall þurfi bara að setjast niður, meta stöðuna og byrja að byggja svæðið upp aftur. Skógræktin sé þó rekin í sjálfboðavinnu og muni félagið líklega ekki getað lagfært svæðið án aðstoðar opinberra aðila.
Skógrækt og landgræðsla Múlaþing Óveður 25. september 2022 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira